Alþjóðabankinn spáir 2,9% samdrætti á heimsvísu 24. júní 2009 08:48 Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans spáir bankinn samdrætti um 2,9% á heimsvísu á árinu 2009 en að hagvöxtur árin 2010 og 2011 og verði 2,0% og 3,2%. Fjallað er um skýrsluna í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að samdrátturinn verður meiri í iðnríkjunum heldur en þróunarríkjunum og til að mynda spáir bankinn samdrætti hagvaxtar á evrusvæðinu upp á 4,2%. Bankinn spáir ennfremur fyrir verðþróun á hrávörum og olíu og hljóðar spá þeirra upp á ríflega 40% lækkun á olíuverði í ár, 13% hækkun á næsta ári og 5% hækkun árið 2011. Þá spáir bankinn tæplega þriðjungs lækkun á hrávörum á árinu en lítilli breytingu á árunum 2010 og 2011. Þrátt fyrir snarpan samdrátt í landsframleiðslu í iðnríkjunum á fyrsta fjórðungi 2009, eru ýmsar vísbendingar um að viðsnúningur sé á næsta leyti. Meðal vísbendinga um væntanlegan bata eru aukinn útflutningur í sumum löndum, aukin eftirspurn frá neytendum, væntanleg áhrif vegna örvandi aðgerða stjórnvalda auk þess sem hrun hlutabréfaverðs hefur víða stöðvast og þróunin jafnvel snúið við. Nýlegir hagvísar eru þó nokkuð misvísandi, en benda hagtölur í Bandaríkjunum og Kína til þess að hagkerfi þeirra landa séu að taka við sér á meðan ekki hafa komið fram eins skýr merki um bata í ýmsum löndum í Evrópu. Aftur á móti eru enn fáeinir þætti sem benda til áframhaldandi veikleika, atvinnuleysi er enn að aukast víða um heim, húsnæðisverð fer áfram lækkandi í mörgum löndum auk þess sem efnahagsreikningar banka eru viðkvæmir og meiri stuðnings og endurfjármögnunar er þörf. Bankinn leggur umtalsverða áherslu á að iðnríkin þurfi að verja þróunar-og nýmarkaðslönd með áframhaldandi fjármagnsflæði þangað í stað þess að einblína á vandamálin heima fyrir. Bankinn spáir því að fjármagnsflæði til þróunarríkjanna muni dragast saman um tvo þriðju hluta frá 2007 þegar það var 1.200 milljarðar dollara niður í 363 milljarða dollara í ár. Samdráttur í fjármagnsflæði til þróunarríkjanna mun grafa undan fjárfestingu í þeim löndum, sér í lagi á fjárfestingarvörum, en það er sá geiri sem hefur orðið hvað verst úti í kreppunni. Minni fjárfestingar í þróunar- og nýmarkaðslöndunum leiða svo til samdráttar í útflutningi iðnríkjanna. Það sé því í raun hagur iðnríkjanna að verja hagkerfi þróunar- og nýmarkaðslandanna. Markaðir Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans spáir bankinn samdrætti um 2,9% á heimsvísu á árinu 2009 en að hagvöxtur árin 2010 og 2011 og verði 2,0% og 3,2%. Fjallað er um skýrsluna í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að samdrátturinn verður meiri í iðnríkjunum heldur en þróunarríkjunum og til að mynda spáir bankinn samdrætti hagvaxtar á evrusvæðinu upp á 4,2%. Bankinn spáir ennfremur fyrir verðþróun á hrávörum og olíu og hljóðar spá þeirra upp á ríflega 40% lækkun á olíuverði í ár, 13% hækkun á næsta ári og 5% hækkun árið 2011. Þá spáir bankinn tæplega þriðjungs lækkun á hrávörum á árinu en lítilli breytingu á árunum 2010 og 2011. Þrátt fyrir snarpan samdrátt í landsframleiðslu í iðnríkjunum á fyrsta fjórðungi 2009, eru ýmsar vísbendingar um að viðsnúningur sé á næsta leyti. Meðal vísbendinga um væntanlegan bata eru aukinn útflutningur í sumum löndum, aukin eftirspurn frá neytendum, væntanleg áhrif vegna örvandi aðgerða stjórnvalda auk þess sem hrun hlutabréfaverðs hefur víða stöðvast og þróunin jafnvel snúið við. Nýlegir hagvísar eru þó nokkuð misvísandi, en benda hagtölur í Bandaríkjunum og Kína til þess að hagkerfi þeirra landa séu að taka við sér á meðan ekki hafa komið fram eins skýr merki um bata í ýmsum löndum í Evrópu. Aftur á móti eru enn fáeinir þætti sem benda til áframhaldandi veikleika, atvinnuleysi er enn að aukast víða um heim, húsnæðisverð fer áfram lækkandi í mörgum löndum auk þess sem efnahagsreikningar banka eru viðkvæmir og meiri stuðnings og endurfjármögnunar er þörf. Bankinn leggur umtalsverða áherslu á að iðnríkin þurfi að verja þróunar-og nýmarkaðslönd með áframhaldandi fjármagnsflæði þangað í stað þess að einblína á vandamálin heima fyrir. Bankinn spáir því að fjármagnsflæði til þróunarríkjanna muni dragast saman um tvo þriðju hluta frá 2007 þegar það var 1.200 milljarðar dollara niður í 363 milljarða dollara í ár. Samdráttur í fjármagnsflæði til þróunarríkjanna mun grafa undan fjárfestingu í þeim löndum, sér í lagi á fjárfestingarvörum, en það er sá geiri sem hefur orðið hvað verst úti í kreppunni. Minni fjárfestingar í þróunar- og nýmarkaðslöndunum leiða svo til samdráttar í útflutningi iðnríkjanna. Það sé því í raun hagur iðnríkjanna að verja hagkerfi þróunar- og nýmarkaðslandanna.
Markaðir Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira