Viðskipti erlent

Heildarútlán Landsbankans fjórfölduðust á tæpum tveimur árum

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Landsbankinn í Lundúnum.
Landsbankinn í Lundúnum.
Heildarútlán Landsbankans í Lundúnum fjórfölduðust frá janúar 2006 til september 2008. Misjafnt er hvaða veð liggja að baki lánunum, en þau eru allt frá persónulegri ábyrgð eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra.

Samkvæmt heimildum fréttastofu nam heildarupphæð útlánasafns bankans í Lundúnum rúmum 731 milljarði íslenskra króna við bankahrunið á síðasta ári. Hér má sjá landfræðilega skiptingu lánanna. Mestur hluti þeirra fór til Breltands en vænn skerfur fór einnig til Hollands, Þýskalands og Frakklands. Um 8,40% af útlánunum fóru til Íslands en þó fóru um 18% af heildarútlánum til íslensku útrásarinnar eða um 130 milljarðar íslenskra króna. Sé litið til hvaða geira útlánin fóru má sjá að flest fóru lánin til fyrirtækja í smásölu, þjónustu og lyfjafyrirtækja. Mestur hluti lánanna var lánaður til eignarhaldsfélaga og var misjafnt hvaða veð lágu að baki. Þau voru allt frá persónulegum ábyrgðum eigenda til veða í hlutabréfum fyrirtækjanna sjálfra sem eru verðlaus fari fyrirtækið í þrot. Útlánaaukningin var gríðarlega mikil frá janúar 2006 til september 2008 þegar bankinn fór í þrot. Í byrjun janúar 2006 námu heildarútlánin rúmum 200 milljörðum en þau tæplega fjórfölduðust á þessum rúmum tveimur árum og enduðu í rúmum 731 milljarði íslenskra króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×