Ferilskrár umsækjenda reyndust gallaðar í 94% tilvika 9. maí 2009 10:50 Sérfræðingar hafa komist að því að 94% þeirra sem sækja um störf eiga á hættu að fá ekki starfið vegna fingurbrjóta í ferilskrám(CV) sínum. Hér er um að ræða atriði eins og ranga stafsetningu, lélegt málfar og uppsetningu á skránum. Fjallað er um málið á ananova.com og þar segir að dæmi séu um að í ferilskrá hafi staðið setningar eins og ..."meðal áhugamála minna er að matreiða hunda". Í öðru tilviki er greint frá tilraun til að ganga í augun á atvinnurekandanum með því að segja í ferilskránni: „Ég bar ábyrgð á óánægðum viðskiptavinum." Bent er á að ef aðeins einn staf vanti í orð geti slíkt komið illa út. Þessa setningu er ekki hægt að þýða með góðu móti en einn skrifaði í ferilskrá sína: "I am a pubic relations officer." Alls voru 450 ferilskrár kannaðar og í ljós kom að 81% þeirra innihéldu stafsetningar og málfarsvillur og nærri helmingur þeirra var illa upp settur. Aðeins 6% voru lausar við villur. Könnunin var gerð af ráðgjöfum hjá Personal Career Management. Corinne Mills forstjóri Personal Career Management segir að fjöldinn allur af ferilskrám lenti beint í ruslafötunni því þær eru ekki rétt úr garði gerðar. „Hver vill ráða starfskraft sem getur ekki einu sinni gengið rétt frá ferilskrá sinni," segir Mills. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sérfræðingar hafa komist að því að 94% þeirra sem sækja um störf eiga á hættu að fá ekki starfið vegna fingurbrjóta í ferilskrám(CV) sínum. Hér er um að ræða atriði eins og ranga stafsetningu, lélegt málfar og uppsetningu á skránum. Fjallað er um málið á ananova.com og þar segir að dæmi séu um að í ferilskrá hafi staðið setningar eins og ..."meðal áhugamála minna er að matreiða hunda". Í öðru tilviki er greint frá tilraun til að ganga í augun á atvinnurekandanum með því að segja í ferilskránni: „Ég bar ábyrgð á óánægðum viðskiptavinum." Bent er á að ef aðeins einn staf vanti í orð geti slíkt komið illa út. Þessa setningu er ekki hægt að þýða með góðu móti en einn skrifaði í ferilskrá sína: "I am a pubic relations officer." Alls voru 450 ferilskrár kannaðar og í ljós kom að 81% þeirra innihéldu stafsetningar og málfarsvillur og nærri helmingur þeirra var illa upp settur. Aðeins 6% voru lausar við villur. Könnunin var gerð af ráðgjöfum hjá Personal Career Management. Corinne Mills forstjóri Personal Career Management segir að fjöldinn allur af ferilskrám lenti beint í ruslafötunni því þær eru ekki rétt úr garði gerðar. „Hver vill ráða starfskraft sem getur ekki einu sinni gengið rétt frá ferilskrá sinni," segir Mills.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira