Viðskipti erlent

Hækkun á Asíumörkuðum í morgun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og voru það bréf bílaframleiðandans Nissan sem tóku einna mestan kipp en þau hafa ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan árið 1974. Morgan Stanley-vísitalan hefur hækkað samtals um 20 prósent síðan 9. mars og telja sérfræðingar það merki um bata hlutabréfamarkaðarins. Talið er að leiðtogafundur 20 iðnríkja í London hafi jákvæð áhrif á markaðinn og auki bjartsýni fjárfesta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×