NBA í nótt: Cleveland tryggði sér heimavallarréttinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2009 10:14 LeBron James segir sínum mönnum til í leiknum í nótt. Nordic Photos / AFP Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur og er því útlit fyrir að það verði erfitt fyrir önnur lið að slá það úr leik. Cleveland getur unnið sinn 40. heimaleik í vetur með sigri á Philadelphia annað kvöld. LeBron James skoraði 37 stig en hann á von á því að hvíla í leiknum gegn Philadelphia. Ef Cleveland vinnur leikinn jafnar það 24 ára gamalt met Boston yfir bestan árangur á heimavelli í sögu deildarinnar. „Við verðum að gera það sem er best fyrir titilbaráttuna," sagði James. „Við erum þegar komnir með heimavallarréttinn og erum ekki að berjast fyrir því að slá met. Við erum að berjast um titilinn." Og hann segir að sitt lið sé ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. „Það er Boston. Þannig er það á hverju ári. Þar til að meistararnir eru slegnir úr leik eru þeir sigurstranglegastir." Toronto vann Washington, 97-86. Chris Bosh tryggði Toronto sigurinn með körfu þegar 9,9 sekúndur voru eftir en Washington var þrettán stigum eftir þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Bosh skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Toronto. Shawn Marion var einnig með 25 stig og fimmtán stig fyrir Toronto. Chicago vann Detroit, 91-88, sem gerði það að verkum að Detroit verður í áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætir því Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago er sem stendur í sjötta sætinu en Philadelphia er skammt undan. New Jersey vann Charlotte, 91-87. Jarvis Hayes setti niður tvo þrista þegar skammt var til leiksloka og tryggði sínum mönnum sigur. Brook Lopez var með átján stig og 20 fráköst fyrir New Jersey. Milwaukee vann Orlando, 98-90. Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Milwaukee en Dwight Howard og tveir aðrir byrjunarliðsmenn voru fjarverandi í liði Orlando. Denver vann Sacramento, 118-98. JR Smith var með 45 stig en hann setti niður ellefu þrista í leiknum sem er félagsmet. Denver tryggði sér þar með sigurinn í norðvesturriðli deildarinnar og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í 21 ár. Houston vann New Orleans, 86-66. Yao Ming var með 22 stig og Luis Scola fimmtán fráköst. Ef Houston vinnur Dallas á útivelli annað kvöld tryggir það sér titilinn í Suðvesturriðlinum í fyrsta sinn í fimmtán ár. Dallas vann Minnesota, 96-94, eftir að hafa verið undir þegar skammt var til leiksloka. Sigurinn tryggir Dallas góða möguleika á sjötta sæti Vesturdeildarinnar en liðið er nú með jafn góðan árangur og New Orleans. Utah vann LA Clippers, 106-85. Carlos Boozer var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah á enn veika von á að komast upp úr áttunda sæti Vesturdeildarinnar og sleppa við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah mætir einmitt Lakers í lokaleik deildakeppninnar annað kvöld og þarf á sigri að halda í leiknum. Lakers hefur að engu að keppa í leiknum og gæti það reynst Utah dýrmætt. San Antonio vann Golden State, 101-72. Tony Parker skoraði sautján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan sextán auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix vann Memphis, 119-110, og þar með sinn 45. leik á tímabilinu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu deildarinnar að lið sem vinnur svo marga leiki kemst ekki í úrslitakeppnina. Portland vann Oklahoma City, 113-83. Travis Outlaw skoraði 21 stig fyrir Plrtland og Brandon Roy 20. Greg Oden var með 16 stig og níu fráköst.Staðan í deildinni.Leikir í úrslitakeppninni miðað við núverandi stöðu. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira
Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur og er því útlit fyrir að það verði erfitt fyrir önnur lið að slá það úr leik. Cleveland getur unnið sinn 40. heimaleik í vetur með sigri á Philadelphia annað kvöld. LeBron James skoraði 37 stig en hann á von á því að hvíla í leiknum gegn Philadelphia. Ef Cleveland vinnur leikinn jafnar það 24 ára gamalt met Boston yfir bestan árangur á heimavelli í sögu deildarinnar. „Við verðum að gera það sem er best fyrir titilbaráttuna," sagði James. „Við erum þegar komnir með heimavallarréttinn og erum ekki að berjast fyrir því að slá met. Við erum að berjast um titilinn." Og hann segir að sitt lið sé ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. „Það er Boston. Þannig er það á hverju ári. Þar til að meistararnir eru slegnir úr leik eru þeir sigurstranglegastir." Toronto vann Washington, 97-86. Chris Bosh tryggði Toronto sigurinn með körfu þegar 9,9 sekúndur voru eftir en Washington var þrettán stigum eftir þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Bosh skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Toronto. Shawn Marion var einnig með 25 stig og fimmtán stig fyrir Toronto. Chicago vann Detroit, 91-88, sem gerði það að verkum að Detroit verður í áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætir því Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago er sem stendur í sjötta sætinu en Philadelphia er skammt undan. New Jersey vann Charlotte, 91-87. Jarvis Hayes setti niður tvo þrista þegar skammt var til leiksloka og tryggði sínum mönnum sigur. Brook Lopez var með átján stig og 20 fráköst fyrir New Jersey. Milwaukee vann Orlando, 98-90. Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Milwaukee en Dwight Howard og tveir aðrir byrjunarliðsmenn voru fjarverandi í liði Orlando. Denver vann Sacramento, 118-98. JR Smith var með 45 stig en hann setti niður ellefu þrista í leiknum sem er félagsmet. Denver tryggði sér þar með sigurinn í norðvesturriðli deildarinnar og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í 21 ár. Houston vann New Orleans, 86-66. Yao Ming var með 22 stig og Luis Scola fimmtán fráköst. Ef Houston vinnur Dallas á útivelli annað kvöld tryggir það sér titilinn í Suðvesturriðlinum í fyrsta sinn í fimmtán ár. Dallas vann Minnesota, 96-94, eftir að hafa verið undir þegar skammt var til leiksloka. Sigurinn tryggir Dallas góða möguleika á sjötta sæti Vesturdeildarinnar en liðið er nú með jafn góðan árangur og New Orleans. Utah vann LA Clippers, 106-85. Carlos Boozer var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah á enn veika von á að komast upp úr áttunda sæti Vesturdeildarinnar og sleppa við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah mætir einmitt Lakers í lokaleik deildakeppninnar annað kvöld og þarf á sigri að halda í leiknum. Lakers hefur að engu að keppa í leiknum og gæti það reynst Utah dýrmætt. San Antonio vann Golden State, 101-72. Tony Parker skoraði sautján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan sextán auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix vann Memphis, 119-110, og þar með sinn 45. leik á tímabilinu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu deildarinnar að lið sem vinnur svo marga leiki kemst ekki í úrslitakeppnina. Portland vann Oklahoma City, 113-83. Travis Outlaw skoraði 21 stig fyrir Plrtland og Brandon Roy 20. Greg Oden var með 16 stig og níu fráköst.Staðan í deildinni.Leikir í úrslitakeppninni miðað við núverandi stöðu.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Sjá meira