NBA í nótt: Cleveland tryggði sér heimavallarréttinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2009 10:14 LeBron James segir sínum mönnum til í leiknum í nótt. Nordic Photos / AFP Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur og er því útlit fyrir að það verði erfitt fyrir önnur lið að slá það úr leik. Cleveland getur unnið sinn 40. heimaleik í vetur með sigri á Philadelphia annað kvöld. LeBron James skoraði 37 stig en hann á von á því að hvíla í leiknum gegn Philadelphia. Ef Cleveland vinnur leikinn jafnar það 24 ára gamalt met Boston yfir bestan árangur á heimavelli í sögu deildarinnar. „Við verðum að gera það sem er best fyrir titilbaráttuna," sagði James. „Við erum þegar komnir með heimavallarréttinn og erum ekki að berjast fyrir því að slá met. Við erum að berjast um titilinn." Og hann segir að sitt lið sé ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. „Það er Boston. Þannig er það á hverju ári. Þar til að meistararnir eru slegnir úr leik eru þeir sigurstranglegastir." Toronto vann Washington, 97-86. Chris Bosh tryggði Toronto sigurinn með körfu þegar 9,9 sekúndur voru eftir en Washington var þrettán stigum eftir þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Bosh skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Toronto. Shawn Marion var einnig með 25 stig og fimmtán stig fyrir Toronto. Chicago vann Detroit, 91-88, sem gerði það að verkum að Detroit verður í áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætir því Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago er sem stendur í sjötta sætinu en Philadelphia er skammt undan. New Jersey vann Charlotte, 91-87. Jarvis Hayes setti niður tvo þrista þegar skammt var til leiksloka og tryggði sínum mönnum sigur. Brook Lopez var með átján stig og 20 fráköst fyrir New Jersey. Milwaukee vann Orlando, 98-90. Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Milwaukee en Dwight Howard og tveir aðrir byrjunarliðsmenn voru fjarverandi í liði Orlando. Denver vann Sacramento, 118-98. JR Smith var með 45 stig en hann setti niður ellefu þrista í leiknum sem er félagsmet. Denver tryggði sér þar með sigurinn í norðvesturriðli deildarinnar og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í 21 ár. Houston vann New Orleans, 86-66. Yao Ming var með 22 stig og Luis Scola fimmtán fráköst. Ef Houston vinnur Dallas á útivelli annað kvöld tryggir það sér titilinn í Suðvesturriðlinum í fyrsta sinn í fimmtán ár. Dallas vann Minnesota, 96-94, eftir að hafa verið undir þegar skammt var til leiksloka. Sigurinn tryggir Dallas góða möguleika á sjötta sæti Vesturdeildarinnar en liðið er nú með jafn góðan árangur og New Orleans. Utah vann LA Clippers, 106-85. Carlos Boozer var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah á enn veika von á að komast upp úr áttunda sæti Vesturdeildarinnar og sleppa við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah mætir einmitt Lakers í lokaleik deildakeppninnar annað kvöld og þarf á sigri að halda í leiknum. Lakers hefur að engu að keppa í leiknum og gæti það reynst Utah dýrmætt. San Antonio vann Golden State, 101-72. Tony Parker skoraði sautján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan sextán auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix vann Memphis, 119-110, og þar með sinn 45. leik á tímabilinu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu deildarinnar að lið sem vinnur svo marga leiki kemst ekki í úrslitakeppnina. Portland vann Oklahoma City, 113-83. Travis Outlaw skoraði 21 stig fyrir Plrtland og Brandon Roy 20. Greg Oden var með 16 stig og níu fráköst.Staðan í deildinni.Leikir í úrslitakeppninni miðað við núverandi stöðu. NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Það er ljóst að Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni eftir sigur liðsins á Indiana í nótt, 117-109, og verður því með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á heimavelli í allan vetur og er því útlit fyrir að það verði erfitt fyrir önnur lið að slá það úr leik. Cleveland getur unnið sinn 40. heimaleik í vetur með sigri á Philadelphia annað kvöld. LeBron James skoraði 37 stig en hann á von á því að hvíla í leiknum gegn Philadelphia. Ef Cleveland vinnur leikinn jafnar það 24 ára gamalt met Boston yfir bestan árangur á heimavelli í sögu deildarinnar. „Við verðum að gera það sem er best fyrir titilbaráttuna," sagði James. „Við erum þegar komnir með heimavallarréttinn og erum ekki að berjast fyrir því að slá met. Við erum að berjast um titilinn." Og hann segir að sitt lið sé ekki sigurstranglegasta liðið í þeirri baráttu. „Það er Boston. Þannig er það á hverju ári. Þar til að meistararnir eru slegnir úr leik eru þeir sigurstranglegastir." Toronto vann Washington, 97-86. Chris Bosh tryggði Toronto sigurinn með körfu þegar 9,9 sekúndur voru eftir en Washington var þrettán stigum eftir þegar rúmar sex mínútur voru eftir. Bosh skoraði 25 stig og tók fimmtán fráköst fyrir Toronto. Shawn Marion var einnig með 25 stig og fimmtán stig fyrir Toronto. Chicago vann Detroit, 91-88, sem gerði það að verkum að Detroit verður í áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætir því Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago er sem stendur í sjötta sætinu en Philadelphia er skammt undan. New Jersey vann Charlotte, 91-87. Jarvis Hayes setti niður tvo þrista þegar skammt var til leiksloka og tryggði sínum mönnum sigur. Brook Lopez var með átján stig og 20 fráköst fyrir New Jersey. Milwaukee vann Orlando, 98-90. Richard Jefferson var með 24 stig fyrir Milwaukee en Dwight Howard og tveir aðrir byrjunarliðsmenn voru fjarverandi í liði Orlando. Denver vann Sacramento, 118-98. JR Smith var með 45 stig en hann setti niður ellefu þrista í leiknum sem er félagsmet. Denver tryggði sér þar með sigurinn í norðvesturriðli deildarinnar og þar með heimavallarrétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í 21 ár. Houston vann New Orleans, 86-66. Yao Ming var með 22 stig og Luis Scola fimmtán fráköst. Ef Houston vinnur Dallas á útivelli annað kvöld tryggir það sér titilinn í Suðvesturriðlinum í fyrsta sinn í fimmtán ár. Dallas vann Minnesota, 96-94, eftir að hafa verið undir þegar skammt var til leiksloka. Sigurinn tryggir Dallas góða möguleika á sjötta sæti Vesturdeildarinnar en liðið er nú með jafn góðan árangur og New Orleans. Utah vann LA Clippers, 106-85. Carlos Boozer var með 20 stig og þrettán fráköst. Utah á enn veika von á að komast upp úr áttunda sæti Vesturdeildarinnar og sleppa við LA Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Utah mætir einmitt Lakers í lokaleik deildakeppninnar annað kvöld og þarf á sigri að halda í leiknum. Lakers hefur að engu að keppa í leiknum og gæti það reynst Utah dýrmætt. San Antonio vann Golden State, 101-72. Tony Parker skoraði sautján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan sextán auk þess sem hann tók þrettán fráköst. Phoenix vann Memphis, 119-110, og þar með sinn 45. leik á tímabilinu. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu deildarinnar að lið sem vinnur svo marga leiki kemst ekki í úrslitakeppnina. Portland vann Oklahoma City, 113-83. Travis Outlaw skoraði 21 stig fyrir Plrtland og Brandon Roy 20. Greg Oden var með 16 stig og níu fráköst.Staðan í deildinni.Leikir í úrslitakeppninni miðað við núverandi stöðu.
NBA Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira