Viðskipti erlent

Forstjórar þora ekki lengur að sjást á golfvellinum

Græðgin meðal forstjóra heimsins fyrir, á meðan og eftir fjármálakreppuna hefur gefið þeim slæma ímynd, svo slæma að nú þora margir þeirra ekki lengur að láta sjá sig á golfvellinum.

Samkvæmt nýrri könnun, sem greint er frá í USA Today, meðal 163 toppforstjóra í Bandaríkjunum sem stunda golf kemur í ljós að 29% þeirra hafa dregið úr golfiðkun sinni og 11% hafa alfarið hætt að stunda golf.

Nefna má svipaða könnun USA Today árið 2006 en þá kom í ljós að af 115 toppforstjórum voru 25% þeirra meðlimir í a.m.k. þremur golfklúbbum (country clubs) samtímis.

Margir þeirra forstjóra sem spurðir voru í hinni nýju könnun sögðu að golf væri spurning um ímynd og að leika golf nú álitið meira sem lúxus en t.d. öflun á tengslaneti.

Við þetta má svo bæta að samkvæmt nýrri könnum frá Rasmussen Survey hafa aðeins 25% Bandaríkjamanna jákvæða afstöðu til forstjóra. Til samanburðar af 30% þeirra slíka afstöðu til stjórnmálamanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×