Spá því að álverðið hækki um 23% til áramóta 15. júní 2009 09:54 Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið. Það eru einkum lokanir á fjölda álvera í heiminum sem gera þetta að verkum en þær eru þær mestu undanfarna þrjá áratugi. Bloomberg segir að sökum þess hve orkuverð hefur hækkað á árinu, eða um 59%, séu ekki líkur á að megnið af þessum álverum opni aftur í bráð. Nick Moore forstöðumaður rannsókna á hrávörum hjá RBS Global Banking & Markets segir að menn hafi séð botninn á álverðinu í ár. „Um leið og efnahagur heimsins tekur við sér aftur munu álframleiðendur hagnast," segir Moore en hann mælti með kaupum á áli þegar tonnið stóð í 1.374 dollurum í mars s.l. Bloomberg nefnir einnig að fjárfestar eigi nú kauprétt í rúmlega 10.000 framvirkum samningum í desember þar sem áltonnið er á 2.000 dollara. Er þetta stærsti hópurinn hvað framvirka samninga í desember varðar. Samkvæmt upplýsingum frá 74 hagfræðingum gerir Bloomberg ráð fyrir að álnotkun Kínverja muni aukast um rúm 7% á yfirstandandi ársfjórðungi og að notkun Bandaríkjamanna muni aukast um 0,5% á þriðja ársfjórðungi ársins. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Markaðssérfræðingar spá því að heimsmarkaðsverð á áli muni hækka um 23% til áramóta frá því sem nú er. Í dag stendur verðið í 1.670 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London og muni fara í rúma 2.000 dollara í desember, að því er segir í umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um málið. Það eru einkum lokanir á fjölda álvera í heiminum sem gera þetta að verkum en þær eru þær mestu undanfarna þrjá áratugi. Bloomberg segir að sökum þess hve orkuverð hefur hækkað á árinu, eða um 59%, séu ekki líkur á að megnið af þessum álverum opni aftur í bráð. Nick Moore forstöðumaður rannsókna á hrávörum hjá RBS Global Banking & Markets segir að menn hafi séð botninn á álverðinu í ár. „Um leið og efnahagur heimsins tekur við sér aftur munu álframleiðendur hagnast," segir Moore en hann mælti með kaupum á áli þegar tonnið stóð í 1.374 dollurum í mars s.l. Bloomberg nefnir einnig að fjárfestar eigi nú kauprétt í rúmlega 10.000 framvirkum samningum í desember þar sem áltonnið er á 2.000 dollara. Er þetta stærsti hópurinn hvað framvirka samninga í desember varðar. Samkvæmt upplýsingum frá 74 hagfræðingum gerir Bloomberg ráð fyrir að álnotkun Kínverja muni aukast um rúm 7% á yfirstandandi ársfjórðungi og að notkun Bandaríkjamanna muni aukast um 0,5% á þriðja ársfjórðungi ársins.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira