Sænsk greifynja vill milljarða frá manni sínum í skilnaðarmáli 20. mars 2009 10:11 Sænska greifynjan Marie Douglas-David hefur krafið eiginmann sinn um milljarð sænskra kr. eða um 14 milljarða kr. í skilnaðarmáli þeirra til þess að geta haldið lífsstíl sínum óbreyttum að hjónabandinu loknu. Marie telur að hún komist ekki af með minna en 9 milljónir kr. á viku til að geta lifað sómasamlegu lífi. Þar af notar hún 800.000 kr. í fatakaup á viku, persónulegur aðstoðarmaður hennar kostar 400.000 kr. og blómakaupin nema 100.000 kr. á viku svo dæmi séu tekin. Viðskiptamaðurinn David Douglas er eiginmaður Marie og ekki á flæðiskeri staddur því auðæfi hans nema hátt í 40 milljörðum kr. Þau giftust árið 2002 en hjónabandinu var lokið 2006 þegar Marie greip hann í bólinu með annarri konu. Til að sækja málið fyrir sig hefur Marie ráðið til sín stjörnulögfræðinginn William Beslow sem er þekktur fyrir að hafa rekið skilnaðarmál Miu Farrow gegn Woody Allen og mál Mariu Maples gegn Donald Trump. Málið er rekið fyrir bandarískum dómstól. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sænska greifynjan Marie Douglas-David hefur krafið eiginmann sinn um milljarð sænskra kr. eða um 14 milljarða kr. í skilnaðarmáli þeirra til þess að geta haldið lífsstíl sínum óbreyttum að hjónabandinu loknu. Marie telur að hún komist ekki af með minna en 9 milljónir kr. á viku til að geta lifað sómasamlegu lífi. Þar af notar hún 800.000 kr. í fatakaup á viku, persónulegur aðstoðarmaður hennar kostar 400.000 kr. og blómakaupin nema 100.000 kr. á viku svo dæmi séu tekin. Viðskiptamaðurinn David Douglas er eiginmaður Marie og ekki á flæðiskeri staddur því auðæfi hans nema hátt í 40 milljörðum kr. Þau giftust árið 2002 en hjónabandinu var lokið 2006 þegar Marie greip hann í bólinu með annarri konu. Til að sækja málið fyrir sig hefur Marie ráðið til sín stjörnulögfræðinginn William Beslow sem er þekktur fyrir að hafa rekið skilnaðarmál Miu Farrow gegn Woody Allen og mál Mariu Maples gegn Donald Trump. Málið er rekið fyrir bandarískum dómstól.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira