Sænsk greifynja vill milljarða frá manni sínum í skilnaðarmáli 20. mars 2009 10:11 Sænska greifynjan Marie Douglas-David hefur krafið eiginmann sinn um milljarð sænskra kr. eða um 14 milljarða kr. í skilnaðarmáli þeirra til þess að geta haldið lífsstíl sínum óbreyttum að hjónabandinu loknu. Marie telur að hún komist ekki af með minna en 9 milljónir kr. á viku til að geta lifað sómasamlegu lífi. Þar af notar hún 800.000 kr. í fatakaup á viku, persónulegur aðstoðarmaður hennar kostar 400.000 kr. og blómakaupin nema 100.000 kr. á viku svo dæmi séu tekin. Viðskiptamaðurinn David Douglas er eiginmaður Marie og ekki á flæðiskeri staddur því auðæfi hans nema hátt í 40 milljörðum kr. Þau giftust árið 2002 en hjónabandinu var lokið 2006 þegar Marie greip hann í bólinu með annarri konu. Til að sækja málið fyrir sig hefur Marie ráðið til sín stjörnulögfræðinginn William Beslow sem er þekktur fyrir að hafa rekið skilnaðarmál Miu Farrow gegn Woody Allen og mál Mariu Maples gegn Donald Trump. Málið er rekið fyrir bandarískum dómstól. Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sænska greifynjan Marie Douglas-David hefur krafið eiginmann sinn um milljarð sænskra kr. eða um 14 milljarða kr. í skilnaðarmáli þeirra til þess að geta haldið lífsstíl sínum óbreyttum að hjónabandinu loknu. Marie telur að hún komist ekki af með minna en 9 milljónir kr. á viku til að geta lifað sómasamlegu lífi. Þar af notar hún 800.000 kr. í fatakaup á viku, persónulegur aðstoðarmaður hennar kostar 400.000 kr. og blómakaupin nema 100.000 kr. á viku svo dæmi séu tekin. Viðskiptamaðurinn David Douglas er eiginmaður Marie og ekki á flæðiskeri staddur því auðæfi hans nema hátt í 40 milljörðum kr. Þau giftust árið 2002 en hjónabandinu var lokið 2006 þegar Marie greip hann í bólinu með annarri konu. Til að sækja málið fyrir sig hefur Marie ráðið til sín stjörnulögfræðinginn William Beslow sem er þekktur fyrir að hafa rekið skilnaðarmál Miu Farrow gegn Woody Allen og mál Mariu Maples gegn Donald Trump. Málið er rekið fyrir bandarískum dómstól.
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira