Viðskipti erlent

Danske Bank afskrifar 180 milljarða vegna lélegra lána

Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, afskrifaði 8 milljarða danskra kr. eða um 180 milljarða kr. vegna lélegra lána á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Samkvæmt uppgjöri bankans fyrir tímabilið sem birt var í morgun nam hagnaður bankans, þrátt fyrir þessar afskriftir, 1,6 milljarði danskra kr. eða um 36 millljarða kr. Til samanburðar nam hagnaður bankans fyrstu þrjá mánuði ársins 2007 um 2,6 milljörðum danskra kr.

Peter Staarup bankastjóri Danske Bank segir að tekjur bankans á fyrsta ársfjórðungi hafi aldrei verið hærri en á móti kom tap vegna lélegra lána í lánasafni bankans.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að í heildina sé útkoma bankans ekki nægilega góð en þó betri en vænst hafði verið.

Hlutir í Danske Bank hafa verið á uppleið í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×