Dýrmæt skilaboð Jón Kaldal skrifar 26. júní 2009 06:15 Undirskrift stöðugleikasáttmálans í gær er dýrmætur sigur fyrir alla sem að honum koma. Fyrir ríkisstjórnina var þessi áfangi mikilvæg staðfesting á einbeittum vilja hennar til að ná breiðri samstöðu um áætlun við endurreisn efnahagslífsins. Það tókst og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði því ríka ástæðu til að brosa breitt í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þessi stund var ekki síst persónulegur sigur fyrir hana. Umfram allt er þó stöðugleikasáttmálinn sigur þeirra hreyfinga á vinnumarkaði, sem höfðu frumkvæði að honum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, og aðrir forystumenn atvinnurekenda og launafólks hafa sýnt að það er hægt að ná samstöðu ef menn kæra sig um. Þrekminni menn og konur hefðu hæglega getað guggnað, en sem betur fer áttuðu sig allir á því að það hefði verið til stórfenglegs tjóns. Þetta var þó langt í frá sjálfgefin niðurstaða á þeim miklu umbrotatímum sem við lifum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fangaði inntak stöðugleikasáttarinnar í hnotskurn á blaðamannafundi í gær. „Við sameinumst um það sem við erum sammála um og reynum að hrinda því í framkvæmd. Hættum að horfa á neikvæðu atriðin. Það er nóg af neikvæðum fréttum og vandamálum í kringum okkur en það er líka fullt af atriðum sem við erum sammála um," sagði Eiríkur. Mikilvægustu skilaboð stöðugleikasáttmálans eru einmitt samstaðan. Hún er grunnur þess að mögulegt sé að þoka málum af stað og koma í veg fyrir stöðnun eða afturfarir, eins og er raunveruleg hætta á. Vonandi nær sá ábyrgi og óeigingjarni andi, sem einkennir niðurstöðu þessarar nýju þjóðarsáttar, að komast inn fyrir þykka grágrýtisveggina við Austurvöll. Þar bíða krefjandi verkefni úrlausnar. Efst á blaði er samningurinn um Icesave. Ríkisstjórnin gerði afdrifarík mistök við kynningu á samkomulaginu um Icesave við Breta og Hollendinga. Það var mikill misskilningur að hægt væri að ljúka svo stóru máli án þess að upplýsa um alla anga þess. Ríkisstjórnin hefur í hendi sér að lagfæra vinnulag sitt hið snarasta og bæta þar með vinnufrið sinn. Það er sjálfsögð krafa að störf þeirra þingnefnda, sem munu fjalla um Icesave, verði unnin fyrir opnum tjöldum. Á þann veg getur fólkið í landinu vegið og metið milliliðalaust orð sérfræðinga og annarra sem koma fyrir nefndirnar. Þegar upp er staðið verður ríkisstjórnin að treysta á sjálfa sig við að ljúka afgreiðslu Icesave-samningsins. Vissulega verður það Sjálfstæðisflokknum til háðungar ef þingmenn hans greiða atkvæði gegn samningnum þegar til kastanna kemur. Það dregur þó á engan hátt úr ábyrgð ríkisstjórnarinnar á málinu. Ef afgreiðsla samningsins bregst liggur fyrir að ríkisstjórn veldur ekki hlutverki sínu. Aðrir þyrftu að taka við stjórnartaumunum og allt tal um stöðugleika orðin tóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Undirskrift stöðugleikasáttmálans í gær er dýrmætur sigur fyrir alla sem að honum koma. Fyrir ríkisstjórnina var þessi áfangi mikilvæg staðfesting á einbeittum vilja hennar til að ná breiðri samstöðu um áætlun við endurreisn efnahagslífsins. Það tókst og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði því ríka ástæðu til að brosa breitt í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Þessi stund var ekki síst persónulegur sigur fyrir hana. Umfram allt er þó stöðugleikasáttmálinn sigur þeirra hreyfinga á vinnumarkaði, sem höfðu frumkvæði að honum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, og aðrir forystumenn atvinnurekenda og launafólks hafa sýnt að það er hægt að ná samstöðu ef menn kæra sig um. Þrekminni menn og konur hefðu hæglega getað guggnað, en sem betur fer áttuðu sig allir á því að það hefði verið til stórfenglegs tjóns. Þetta var þó langt í frá sjálfgefin niðurstaða á þeim miklu umbrotatímum sem við lifum. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, fangaði inntak stöðugleikasáttarinnar í hnotskurn á blaðamannafundi í gær. „Við sameinumst um það sem við erum sammála um og reynum að hrinda því í framkvæmd. Hættum að horfa á neikvæðu atriðin. Það er nóg af neikvæðum fréttum og vandamálum í kringum okkur en það er líka fullt af atriðum sem við erum sammála um," sagði Eiríkur. Mikilvægustu skilaboð stöðugleikasáttmálans eru einmitt samstaðan. Hún er grunnur þess að mögulegt sé að þoka málum af stað og koma í veg fyrir stöðnun eða afturfarir, eins og er raunveruleg hætta á. Vonandi nær sá ábyrgi og óeigingjarni andi, sem einkennir niðurstöðu þessarar nýju þjóðarsáttar, að komast inn fyrir þykka grágrýtisveggina við Austurvöll. Þar bíða krefjandi verkefni úrlausnar. Efst á blaði er samningurinn um Icesave. Ríkisstjórnin gerði afdrifarík mistök við kynningu á samkomulaginu um Icesave við Breta og Hollendinga. Það var mikill misskilningur að hægt væri að ljúka svo stóru máli án þess að upplýsa um alla anga þess. Ríkisstjórnin hefur í hendi sér að lagfæra vinnulag sitt hið snarasta og bæta þar með vinnufrið sinn. Það er sjálfsögð krafa að störf þeirra þingnefnda, sem munu fjalla um Icesave, verði unnin fyrir opnum tjöldum. Á þann veg getur fólkið í landinu vegið og metið milliliðalaust orð sérfræðinga og annarra sem koma fyrir nefndirnar. Þegar upp er staðið verður ríkisstjórnin að treysta á sjálfa sig við að ljúka afgreiðslu Icesave-samningsins. Vissulega verður það Sjálfstæðisflokknum til háðungar ef þingmenn hans greiða atkvæði gegn samningnum þegar til kastanna kemur. Það dregur þó á engan hátt úr ábyrgð ríkisstjórnarinnar á málinu. Ef afgreiðsla samningsins bregst liggur fyrir að ríkisstjórn veldur ekki hlutverki sínu. Aðrir þyrftu að taka við stjórnartaumunum og allt tal um stöðugleika orðin tóm.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun