Viðskiptasagan: Rothschild og Freshfields tengd við þrælasölu 28. júní 2009 10:28 Tvö af stærstu nöfnum fjármálahverfisins í London, The City, Rothschild og Freshfields hafa verið tengd við þrælasölu í bresku nýlendunum. Ný söguleg gögn sem The Financial Times hefur undir höndum sýna fram á þetta. Nathan Mayer Rothschild höfuð fjölskyldunnar á fyrrihluta 19. aldar og James William Freshfield stofnandi Freshfields þekktustu lögmannastofu The City högnuðust báðir á þrælasölu/þrælahaldi samkvæmt skjölum sem eru á breska ríkisskjalasafninu (National Archives). Þetta gengur þvert á þá söguskoðun að þeir hafi báðir verið andstæðingar þrælahalds á sínum tíma. Heit umræða hefur verið í Bandaríkjunum um þrælahaldið undanfarin misseri þar sem báðar fjölskyldurnar reka fyrirtæki/fjármálastofnanir. Umræðan hefur snúist um skaðabætur til blökkumanna af hendi þeirra sem högnuðust á þrælahaldinu og eru enn starfandi í viðskiptalífinu. Fjárfestingarbankinn JP Morgan hefur, sem dæmi, sett á fót 5 milljón dollara skólasjóð sem styrkja á blökkumenn til náms í Louisiana. Þetta kom í kjölfar þess að JP Morgan baðst opinberlega afsökunnar árið 2005 fyrir tengsl bankans við þrælahald/sölu á sínum tíma. Samkvæmt fyrrgreindum skjölum hagnaðist Nathan Mayer Rothschild persónulega á því að nota þræla sem tryggingar gegn bankaláni til þrælaeiganda. Financial Times segir að þetta komi þeim á óvart sem kunnugir eru því að Rothschild fjölskyldan skipulagði lánveitingar til breskra stjórnvalda þegar að þau ákváðu að bjarga breskum þrælaeigendum frá gjaldþroti á fjórða áratug 19. aldar. Gjaldþrotið blasti við eftir að þrælahaldið var bannað með lögum í Bretlandi og nýlendum þess. Þetta var stærsta björgunaraðgerð í efnahagslífi Breta fyrr og síðar mæld sem hlutfall af ríkisútgjöldum. Björgunaraðgerðir til handa bresku bönkunum í núverandi fjármálakreppu munu vera vasapeningar í þeim samanburði. Niall Ferguson prófessor í sögu við Harvard háskólann segir að hin nýju gögn sýni hversu þrælahaldið var stór hluti af og kom víða við í bresku efnahagslífi á fjórða áratug 19. aldar. Melaine Asprey skjalavörður Rothschild fjölskyldunnar segir að skjölin komi sér á óvart og hún hafi aldrei séð þessi tengsl við þrælahald áður. Hvað Freshfield varðar sýna skjölin að hann og synir hans störfuðu fyrir þó nokkra þrælaeigendur einkum í Karabíska hafinu. Þeir störfuðu sem fjárvörslumenn þrælabúgarða og í einu tilvika reyndu þeir að krefjast ógreiddra lögfræðireikninga vegna milligöngu um fjárhagsaðstoð stjórnvalda til eins af búgarðseigendunum. Fjölskyldurnar tvær hafa verið snöggar í viðbrögðum sínum við frásögn Financial Times af málinu. Í yfirlýsingu frá Rothschild bankanum segir m.a. að Nathan Mayer Rothschild hafi verið framarlega í röð frjálslyndra afla í baráttunni fyrir auknum réttindum breskra þegna á sínum tíma. "Með þann bakgrunn í huga eru þessar ásakanir ekki í takt við manninn sjálfan né viðskipti hans," segir í tilkynningunni. Lögmannsstofan Freshfields Bruckhaus Deringer segir í tilkynningu að James William Freshfield hafi verið virkur meðlimur í söfnuðinum Church Missionary Society..."sem hafði á stefnuskrá sinni að uppræta þrælasöluna..." Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Tvö af stærstu nöfnum fjármálahverfisins í London, The City, Rothschild og Freshfields hafa verið tengd við þrælasölu í bresku nýlendunum. Ný söguleg gögn sem The Financial Times hefur undir höndum sýna fram á þetta. Nathan Mayer Rothschild höfuð fjölskyldunnar á fyrrihluta 19. aldar og James William Freshfield stofnandi Freshfields þekktustu lögmannastofu The City högnuðust báðir á þrælasölu/þrælahaldi samkvæmt skjölum sem eru á breska ríkisskjalasafninu (National Archives). Þetta gengur þvert á þá söguskoðun að þeir hafi báðir verið andstæðingar þrælahalds á sínum tíma. Heit umræða hefur verið í Bandaríkjunum um þrælahaldið undanfarin misseri þar sem báðar fjölskyldurnar reka fyrirtæki/fjármálastofnanir. Umræðan hefur snúist um skaðabætur til blökkumanna af hendi þeirra sem högnuðust á þrælahaldinu og eru enn starfandi í viðskiptalífinu. Fjárfestingarbankinn JP Morgan hefur, sem dæmi, sett á fót 5 milljón dollara skólasjóð sem styrkja á blökkumenn til náms í Louisiana. Þetta kom í kjölfar þess að JP Morgan baðst opinberlega afsökunnar árið 2005 fyrir tengsl bankans við þrælahald/sölu á sínum tíma. Samkvæmt fyrrgreindum skjölum hagnaðist Nathan Mayer Rothschild persónulega á því að nota þræla sem tryggingar gegn bankaláni til þrælaeiganda. Financial Times segir að þetta komi þeim á óvart sem kunnugir eru því að Rothschild fjölskyldan skipulagði lánveitingar til breskra stjórnvalda þegar að þau ákváðu að bjarga breskum þrælaeigendum frá gjaldþroti á fjórða áratug 19. aldar. Gjaldþrotið blasti við eftir að þrælahaldið var bannað með lögum í Bretlandi og nýlendum þess. Þetta var stærsta björgunaraðgerð í efnahagslífi Breta fyrr og síðar mæld sem hlutfall af ríkisútgjöldum. Björgunaraðgerðir til handa bresku bönkunum í núverandi fjármálakreppu munu vera vasapeningar í þeim samanburði. Niall Ferguson prófessor í sögu við Harvard háskólann segir að hin nýju gögn sýni hversu þrælahaldið var stór hluti af og kom víða við í bresku efnahagslífi á fjórða áratug 19. aldar. Melaine Asprey skjalavörður Rothschild fjölskyldunnar segir að skjölin komi sér á óvart og hún hafi aldrei séð þessi tengsl við þrælahald áður. Hvað Freshfield varðar sýna skjölin að hann og synir hans störfuðu fyrir þó nokkra þrælaeigendur einkum í Karabíska hafinu. Þeir störfuðu sem fjárvörslumenn þrælabúgarða og í einu tilvika reyndu þeir að krefjast ógreiddra lögfræðireikninga vegna milligöngu um fjárhagsaðstoð stjórnvalda til eins af búgarðseigendunum. Fjölskyldurnar tvær hafa verið snöggar í viðbrögðum sínum við frásögn Financial Times af málinu. Í yfirlýsingu frá Rothschild bankanum segir m.a. að Nathan Mayer Rothschild hafi verið framarlega í röð frjálslyndra afla í baráttunni fyrir auknum réttindum breskra þegna á sínum tíma. "Með þann bakgrunn í huga eru þessar ásakanir ekki í takt við manninn sjálfan né viðskipti hans," segir í tilkynningunni. Lögmannsstofan Freshfields Bruckhaus Deringer segir í tilkynningu að James William Freshfield hafi verið virkur meðlimur í söfnuðinum Church Missionary Society..."sem hafði á stefnuskrá sinni að uppræta þrælasöluna..."
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira