Viðskipti erlent

Hörð kreppa framundan fyrir kaffiunnendur

Slæmar fréttir eru í vændum fyrir kaffiunnendur og sérstaklega þá sem nota sykur í kaffið sitt. Heimsmarkaðsverð á kaffi og sykri hefur hækkað gífurlega frá áramótum og er þeirra hækkana farið að gæta á neytendamarkaðinum.

Samkvæmt frétt í Financial Times hefur verðið á kaffi hækkað þar sem uppskeran í Kólombíu hefur brugðist og sykur hækkar þar sem uppskeran á Indlandi hefur brugðist.

„Við erum komin í hættulega stöðu," segir Andrea Illy forstjóri stærsta kaffifyrirtækið Ítalíu. Andrea býst við því að verðsprengja verði á kaffimarkaðinum á næstunni.

Hvað sykur varðar er verðið á honum nú það hæsta undanfarin þrjú ár. Verðið hefur hækkað um 52% á mörkuðum í London og New York frá því í miðjum desember s.l. Indverjar reikna með að framleiðsla þeirra muni minnka um 40% í ár og verða 15 milljónir tonna. Í eðlilegu árferði er framleiðsla þeirra 23 milljón tonn.

Matvælaframleiðandinn Kraft hækkaði verið á Maxwell House kaffi sínu um 19% í mars sökum þess að uppskeran í Kólombíu brást. Miklar rigningar og vætutíð í landinu eru orsökin. Nestlé vill ekki upplýsa um verðþróunina á sínu kaffi á næstunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×