Viðskipti erlent

Casper varð milljónamæringur á Klovn þáttunum

Íslandsvinurinn Casper Christensen er orðinn milljónamæringur, í dönskum krónum, á hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Klovn sem sýndir hafa verið hérlendis.

Samkvæmt ársuppgjöri frá félagi Carpers, Pepfugl, nam hagnaður af starfsemi þess á síðasta ári 1,4 milljónum danskra kr. eða 32 milljónir kr., fyrir skatta. Árið 2007 nam þessi hagnaður 1,7 milljónum danskra kr. Þetta kemur fram á business.dk.

Fyrir utan sjónvarpsþættina á Casper ásamt félaga sínum Frank Hvam framleiðslufyrirtækið Nutmeg Movies.

Þeir félagar heimsóttu Ísland eftir bankahrunið s.l. haust til að létta aðeins geð landsmanna. Voru þeir mjög ánægðir með viðtökurnar hér samkvæmt fréttum sem birtust um heimsóknina í dönskum fjölmiðlum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×