Opel hugsanlega í kanadíska eigu 29. maí 2009 20:30 Útlit er fyrir að kanadískur varahlutaframleiðandi sé að kaupa Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi og þar með Evrópuarm bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Ekki er þó fullvíst að kaupin gangi í gegn því þau velta á brúarláni þýska ríkisins sem tryggja á áframhaldandi rekstur. Allt útlit er fyrir að General Motors vestanhafs fari í gjaldþrot eftir helgi og myndi sala á Evrópuarmi fyrirtækisins, það er Opel í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, bjarga rekstri hans frá kröfuhöfum í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum þýskra miðla og Reuters fréttastofunnar hefur kanadíska bílavarahlutaframleiðandinn Magna International gengið í meginatriðum frá samkomulagi um kaup á rekstrinum. Fiat hætti við tilboð í fyrirtækið og segja fulltrúar ítalska bílaframleiðandans að illa hafi gengið að semja við Þjóðverja en kaupin velta á að þýska ríkið samþykki að veita tryggingu fyrir brúarláni upp á vel á annan milljarð evra svo halda megi daglegum rekstri Opel áfram. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi í dag næstu skref við fulltrúa sveitastjórna í Bochum, Eisenach og Rüsselheim þar sem tuttugu og fimm þúsund manns vinna í verksmiðjum Opel. Á meðan funduðu fulltrúar Evrópusambandsins en Belgar og Svíar óttast að Þjóðverjar séu aðeins að gæta eigin hagsmuna og að nýr samningur þýði að verksmiðjum utan Þýskalands verði lokað en General Motors er með starfsemi og ríflega tuttugu og tvö þúsund starfsmenn í Belgíu, Bretlandi, Póllandi, Rússlandi, á Spáni og í Svíþjóð. Tengdar fréttir Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29. maí 2009 15:49 Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu Samkvæmt því sem lekið hefur út um drög að samkomulagi milli bandaríska fjármálaráðuneytisins og helstu lánardrottna bílarisans GM stefnir í að ríkið eignist yfir 70 prósent í endurreistu fyrirtæki eftir hraðgjaldþrot. Óljóst um örlög Opel. 29. maí 2009 04:30 Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Útlit er fyrir að kanadískur varahlutaframleiðandi sé að kaupa Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi og þar með Evrópuarm bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Ekki er þó fullvíst að kaupin gangi í gegn því þau velta á brúarláni þýska ríkisins sem tryggja á áframhaldandi rekstur. Allt útlit er fyrir að General Motors vestanhafs fari í gjaldþrot eftir helgi og myndi sala á Evrópuarmi fyrirtækisins, það er Opel í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, bjarga rekstri hans frá kröfuhöfum í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum þýskra miðla og Reuters fréttastofunnar hefur kanadíska bílavarahlutaframleiðandinn Magna International gengið í meginatriðum frá samkomulagi um kaup á rekstrinum. Fiat hætti við tilboð í fyrirtækið og segja fulltrúar ítalska bílaframleiðandans að illa hafi gengið að semja við Þjóðverja en kaupin velta á að þýska ríkið samþykki að veita tryggingu fyrir brúarláni upp á vel á annan milljarð evra svo halda megi daglegum rekstri Opel áfram. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi í dag næstu skref við fulltrúa sveitastjórna í Bochum, Eisenach og Rüsselheim þar sem tuttugu og fimm þúsund manns vinna í verksmiðjum Opel. Á meðan funduðu fulltrúar Evrópusambandsins en Belgar og Svíar óttast að Þjóðverjar séu aðeins að gæta eigin hagsmuna og að nýr samningur þýði að verksmiðjum utan Þýskalands verði lokað en General Motors er með starfsemi og ríflega tuttugu og tvö þúsund starfsmenn í Belgíu, Bretlandi, Póllandi, Rússlandi, á Spáni og í Svíþjóð.
Tengdar fréttir Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29. maí 2009 15:49 Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu Samkvæmt því sem lekið hefur út um drög að samkomulagi milli bandaríska fjármálaráðuneytisins og helstu lánardrottna bílarisans GM stefnir í að ríkið eignist yfir 70 prósent í endurreistu fyrirtæki eftir hraðgjaldþrot. Óljóst um örlög Opel. 29. maí 2009 04:30 Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Kanadamenn vilja Opel og Vauxhall Kanadíski bílavarahlutaframleiðandinn Magna hefur náð samkomulagi við bandaríska bílaframleiðandann General Motors um kaup á evrópuarmi fyrirtækisins eftir að ítalska Fiat bílaverksmiðjan hætti við tilboð sitt. Um er að ræða kaup á Opel bílaverksmiðjunum í Þýskalandi og Vauxhall í Bretlandi, en Saab í Svíþjóð, sem var í eigu General Motors er ekki hluti af kaupunum. 29. maí 2009 15:49
Bandaríski bílarisinn GM endar í ríkiseigu Samkvæmt því sem lekið hefur út um drög að samkomulagi milli bandaríska fjármálaráðuneytisins og helstu lánardrottna bílarisans GM stefnir í að ríkið eignist yfir 70 prósent í endurreistu fyrirtæki eftir hraðgjaldþrot. Óljóst um örlög Opel. 29. maí 2009 04:30