Gildi og sígildi Jón Sigurðsson skrifar 28. desember 2009 06:00 Fyrir nokkru var haldinn þjóðfundur til þess að greina og kynna þau gildi sem ætla má að Íslendingar flestir vilji að móti þjóðlíf og stjórnarfar. Niðurstöður þjóðfundarins eru þær að menn vilja leggja áherslu á heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Þjóðfundurinn er aðdáunarvert frumkvæði og má ekki þokast til hliðar fyrir hávaðamálum líðandi stundar. Menn geta sagt að það sé auðvelt að nefna þessi gamalkunnu gildi, en vandinn felist í því að gefa þeim raunverulegt og varanlegt innihald í verki. Þar ráðast úrslitin og þess vegna má þjóðfundinum eiginlega aldrei ljúka. Þetta er endalaust verkefni, að minna á þessi gildi, að fylgja þeim eftir, að veita bæði ráðgjöf og aðhald. Í þessu er enginn lokaáfangi heldur skiptir hreyfingin sjálf öllu máli áfram, viðleitnin til að koma góðu til leiðar. Gildi þjóðfundarins eru ekki nýmæli. Þessi gildi hafa aldrei brugðist og þau brugðust ekki á síðasta ári. Menn misfóru með viðskiptalegt frelsi. Áhættusækni á fjármálamarkaði keyrði sjálfa sig í þrot og dró samfélagið niður með sér. Stjórnvöld, löggjöf og eftirlitsstofnanir höfðu ekki við hraðanum. Sjálfsánægjan reyndist ofurdramb og féll um sjálfa sig. Sú villa að fjármunum sé treystandi var afhjúpuð. Sú villa að græðgi sé góð var afhjúpuð. Íslenska krónan er auðvitað fórnarlamb mannlegra ákvarðana, en hún hafði aldrei reynst stöðug eða traust viðmiðun. Allt þetta sannaðist nú sem löngum áður. Þjóðfundurinn staðfestir að íslenska þjóðin heldur þreki sínu, grunngildum og þrótti til þess að ná sér aftur á strik. Tilhögun fundarins sýnir að það er vel unnt að virkja fjöldann til málefnalegrar vinnu og árangurs. Og þjóðfundurinn sýnir líka að enda þótt margir hafi tekið einhvern þátt í bólgu liðinna ára, þá ná menn áttunum aftur og geta sameinast um að breyta stefnunni. Öll þurfum við að læra af þessari reynslu. Ein af mikilvægustu rótum mannlegs heiðarleika er sú að Guð þekkir okkur öll með nafni og heyrir og sér til okkar á sérhverri stund. Heiðarleiki, - líka í viðskiptum, fjármálum og opinberu starfi -, er ekki aðeins fallegt orð heldur stendur á þessari traustu rót. Gildi kristninnar hafa aldrei brugðist. Þau eru ekki ævinlega virt í raun þótt höfð séu í hávegum í orði. En þau eru leiðarvísan, það viðmið sem aldrei bregst. Boðskapur Krists er lífsstefna mennskunnar og líknarstefna mannsins í þessum heimi. Drottinn hefur aldrei lofað okkur velmegun, gróða eða stöðugum fagnaði í vellystingum praktuglega í jarðlífinu. En hann hefur heitið því að hlusta á okkur og að ganga með okkur, líka í öllum vonbrigðum og þjáningum. Hann vill hlusta, fylgja, hugga og endurreisa. Hann er orðheldinn og trúfastur. Hann er ástríkur, miskunnsamur og réttlátur. En við verðum líka að hlusta og læra að virða þessi gildi í lífi okkar og hegða lífi okkar og samfélagi í samræmi við þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var haldinn þjóðfundur til þess að greina og kynna þau gildi sem ætla má að Íslendingar flestir vilji að móti þjóðlíf og stjórnarfar. Niðurstöður þjóðfundarins eru þær að menn vilja leggja áherslu á heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Þjóðfundurinn er aðdáunarvert frumkvæði og má ekki þokast til hliðar fyrir hávaðamálum líðandi stundar. Menn geta sagt að það sé auðvelt að nefna þessi gamalkunnu gildi, en vandinn felist í því að gefa þeim raunverulegt og varanlegt innihald í verki. Þar ráðast úrslitin og þess vegna má þjóðfundinum eiginlega aldrei ljúka. Þetta er endalaust verkefni, að minna á þessi gildi, að fylgja þeim eftir, að veita bæði ráðgjöf og aðhald. Í þessu er enginn lokaáfangi heldur skiptir hreyfingin sjálf öllu máli áfram, viðleitnin til að koma góðu til leiðar. Gildi þjóðfundarins eru ekki nýmæli. Þessi gildi hafa aldrei brugðist og þau brugðust ekki á síðasta ári. Menn misfóru með viðskiptalegt frelsi. Áhættusækni á fjármálamarkaði keyrði sjálfa sig í þrot og dró samfélagið niður með sér. Stjórnvöld, löggjöf og eftirlitsstofnanir höfðu ekki við hraðanum. Sjálfsánægjan reyndist ofurdramb og féll um sjálfa sig. Sú villa að fjármunum sé treystandi var afhjúpuð. Sú villa að græðgi sé góð var afhjúpuð. Íslenska krónan er auðvitað fórnarlamb mannlegra ákvarðana, en hún hafði aldrei reynst stöðug eða traust viðmiðun. Allt þetta sannaðist nú sem löngum áður. Þjóðfundurinn staðfestir að íslenska þjóðin heldur þreki sínu, grunngildum og þrótti til þess að ná sér aftur á strik. Tilhögun fundarins sýnir að það er vel unnt að virkja fjöldann til málefnalegrar vinnu og árangurs. Og þjóðfundurinn sýnir líka að enda þótt margir hafi tekið einhvern þátt í bólgu liðinna ára, þá ná menn áttunum aftur og geta sameinast um að breyta stefnunni. Öll þurfum við að læra af þessari reynslu. Ein af mikilvægustu rótum mannlegs heiðarleika er sú að Guð þekkir okkur öll með nafni og heyrir og sér til okkar á sérhverri stund. Heiðarleiki, - líka í viðskiptum, fjármálum og opinberu starfi -, er ekki aðeins fallegt orð heldur stendur á þessari traustu rót. Gildi kristninnar hafa aldrei brugðist. Þau eru ekki ævinlega virt í raun þótt höfð séu í hávegum í orði. En þau eru leiðarvísan, það viðmið sem aldrei bregst. Boðskapur Krists er lífsstefna mennskunnar og líknarstefna mannsins í þessum heimi. Drottinn hefur aldrei lofað okkur velmegun, gróða eða stöðugum fagnaði í vellystingum praktuglega í jarðlífinu. En hann hefur heitið því að hlusta á okkur og að ganga með okkur, líka í öllum vonbrigðum og þjáningum. Hann vill hlusta, fylgja, hugga og endurreisa. Hann er orðheldinn og trúfastur. Hann er ástríkur, miskunnsamur og réttlátur. En við verðum líka að hlusta og læra að virða þessi gildi í lífi okkar og hegða lífi okkar og samfélagi í samræmi við þau.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar