Þjóðverjar ekki bjartsýnni í yfir þrjú ár Gunnar Örn Jónsson skrifar 18. ágúst 2009 11:28 Angela Merkel er kanslari Þýskalands. Bjartsýni Þjóðverja hefur aukist töluvert að undanförnu og samkvæmt nýlegri könnun þar í landi hafa þeir ekki verið bjartsýnni í yfir þrjú ár eða síðan í apríl 2006. Financial Times greinir frá þessu í dag. Niðurstöður könnunarinnar koma í kjölfar frétta frá því í síðustu viku þar sem hagvöxtur í tveimur stærstu hagkerfum evrusvæðisins var töluvert meiri en reiknað hafði verið með. Þýskaland er stærsta hagkerfi Evrópu, næst á eftir er Bretland og þvi næst Frakkland. Þýskaland er auk þess stærsta útflutningsþjóð Evrópu en Þjóðverjar virðast vera að njóta góðs af miklum opinberum fjárframlögum stjórnvalda í þýska hagkerfið. Vonir standa til þess að þriðji ársfjórðungur í Þýskalandi verði enn betri en annar ársfjórðungur samkvæmt mælingum sem yfir 300 sérfræðingar og fjárfestar tóku þátt í. „Annar ársfjórðungur var líklega aðeins upphafið af miðsumarsspretti," segir Carsten Brzeski, evrópskur hagfræðingur hjá ING bankanum í Brussel. Búist var við því að þýska hagkerfið myndi dragast saman um allt að 6% á þessu ári en nú segir Axel Weber, forstjóri Bundesbank, við þýsk dagblöð að slíkar spár verði nú að endurskoða en þó sé of snemmt að segja til um enda fjármálakreppunnar. Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bjartsýni Þjóðverja hefur aukist töluvert að undanförnu og samkvæmt nýlegri könnun þar í landi hafa þeir ekki verið bjartsýnni í yfir þrjú ár eða síðan í apríl 2006. Financial Times greinir frá þessu í dag. Niðurstöður könnunarinnar koma í kjölfar frétta frá því í síðustu viku þar sem hagvöxtur í tveimur stærstu hagkerfum evrusvæðisins var töluvert meiri en reiknað hafði verið með. Þýskaland er stærsta hagkerfi Evrópu, næst á eftir er Bretland og þvi næst Frakkland. Þýskaland er auk þess stærsta útflutningsþjóð Evrópu en Þjóðverjar virðast vera að njóta góðs af miklum opinberum fjárframlögum stjórnvalda í þýska hagkerfið. Vonir standa til þess að þriðji ársfjórðungur í Þýskalandi verði enn betri en annar ársfjórðungur samkvæmt mælingum sem yfir 300 sérfræðingar og fjárfestar tóku þátt í. „Annar ársfjórðungur var líklega aðeins upphafið af miðsumarsspretti," segir Carsten Brzeski, evrópskur hagfræðingur hjá ING bankanum í Brussel. Búist var við því að þýska hagkerfið myndi dragast saman um allt að 6% á þessu ári en nú segir Axel Weber, forstjóri Bundesbank, við þýsk dagblöð að slíkar spár verði nú að endurskoða en þó sé of snemmt að segja til um enda fjármálakreppunnar.
Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57