Þjóðverjar ekki bjartsýnni í yfir þrjú ár Gunnar Örn Jónsson skrifar 18. ágúst 2009 11:28 Angela Merkel er kanslari Þýskalands. Bjartsýni Þjóðverja hefur aukist töluvert að undanförnu og samkvæmt nýlegri könnun þar í landi hafa þeir ekki verið bjartsýnni í yfir þrjú ár eða síðan í apríl 2006. Financial Times greinir frá þessu í dag. Niðurstöður könnunarinnar koma í kjölfar frétta frá því í síðustu viku þar sem hagvöxtur í tveimur stærstu hagkerfum evrusvæðisins var töluvert meiri en reiknað hafði verið með. Þýskaland er stærsta hagkerfi Evrópu, næst á eftir er Bretland og þvi næst Frakkland. Þýskaland er auk þess stærsta útflutningsþjóð Evrópu en Þjóðverjar virðast vera að njóta góðs af miklum opinberum fjárframlögum stjórnvalda í þýska hagkerfið. Vonir standa til þess að þriðji ársfjórðungur í Þýskalandi verði enn betri en annar ársfjórðungur samkvæmt mælingum sem yfir 300 sérfræðingar og fjárfestar tóku þátt í. „Annar ársfjórðungur var líklega aðeins upphafið af miðsumarsspretti," segir Carsten Brzeski, evrópskur hagfræðingur hjá ING bankanum í Brussel. Búist var við því að þýska hagkerfið myndi dragast saman um allt að 6% á þessu ári en nú segir Axel Weber, forstjóri Bundesbank, við þýsk dagblöð að slíkar spár verði nú að endurskoða en þó sé of snemmt að segja til um enda fjármálakreppunnar. Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bjartsýni Þjóðverja hefur aukist töluvert að undanförnu og samkvæmt nýlegri könnun þar í landi hafa þeir ekki verið bjartsýnni í yfir þrjú ár eða síðan í apríl 2006. Financial Times greinir frá þessu í dag. Niðurstöður könnunarinnar koma í kjölfar frétta frá því í síðustu viku þar sem hagvöxtur í tveimur stærstu hagkerfum evrusvæðisins var töluvert meiri en reiknað hafði verið með. Þýskaland er stærsta hagkerfi Evrópu, næst á eftir er Bretland og þvi næst Frakkland. Þýskaland er auk þess stærsta útflutningsþjóð Evrópu en Þjóðverjar virðast vera að njóta góðs af miklum opinberum fjárframlögum stjórnvalda í þýska hagkerfið. Vonir standa til þess að þriðji ársfjórðungur í Þýskalandi verði enn betri en annar ársfjórðungur samkvæmt mælingum sem yfir 300 sérfræðingar og fjárfestar tóku þátt í. „Annar ársfjórðungur var líklega aðeins upphafið af miðsumarsspretti," segir Carsten Brzeski, evrópskur hagfræðingur hjá ING bankanum í Brussel. Búist var við því að þýska hagkerfið myndi dragast saman um allt að 6% á þessu ári en nú segir Axel Weber, forstjóri Bundesbank, við þýsk dagblöð að slíkar spár verði nú að endurskoða en þó sé of snemmt að segja til um enda fjármálakreppunnar.
Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57