Svikahrappur olli háu olíuverði Gunnar Örn Jónsson skrifar 3. júlí 2009 13:59 Mynd/AP Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda. Talið er að fyrirtækið sem miðlarinn starfar hjá hafi tapað tíu milljónum Bandarikjadala á viðskiptunum eða um það bil 1,3 milljörðum íslenskra króna. Olíumiðlarar í London og New York segja að hin "ólöglegu" viðskipti hafi orsakað þá miklu og óeðlilegu veltu sem átti sér stað á olíumarkaðinum á þriðjudaginn. „Viðskipti jukust verulega og hækkaði olíuverð um rúm 3,5% fyrir hádegi án nokkurrar ástæðu,“ er haft eftir olíumiðlara í New York. Það er breska fjármálablaðið Financial Times sem greinir frá þessu. Velta með olíu nam sextán milljónum tunna á einum klukkutíma. Það jafngildir tvöfaldri dagsframleiðslu Saudi Arabiu, stærsta olíuframleiðanda heims, og er mun meira en dagleg meðalvelta á olíu sem nemur um 500 þúsund tunnum. Umræddur miðlari er vel þekktur í geiranum og nýtur mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Þetta er í annað skiptið á árinu sem olíumiðlari er sakaður um sviksamlegt athæfi. Greinina má í heild sinni sjá hér. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda. Talið er að fyrirtækið sem miðlarinn starfar hjá hafi tapað tíu milljónum Bandarikjadala á viðskiptunum eða um það bil 1,3 milljörðum íslenskra króna. Olíumiðlarar í London og New York segja að hin "ólöglegu" viðskipti hafi orsakað þá miklu og óeðlilegu veltu sem átti sér stað á olíumarkaðinum á þriðjudaginn. „Viðskipti jukust verulega og hækkaði olíuverð um rúm 3,5% fyrir hádegi án nokkurrar ástæðu,“ er haft eftir olíumiðlara í New York. Það er breska fjármálablaðið Financial Times sem greinir frá þessu. Velta með olíu nam sextán milljónum tunna á einum klukkutíma. Það jafngildir tvöfaldri dagsframleiðslu Saudi Arabiu, stærsta olíuframleiðanda heims, og er mun meira en dagleg meðalvelta á olíu sem nemur um 500 þúsund tunnum. Umræddur miðlari er vel þekktur í geiranum og nýtur mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Þetta er í annað skiptið á árinu sem olíumiðlari er sakaður um sviksamlegt athæfi. Greinina má í heild sinni sjá hér.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira