Viðskipti erlent

Vilja stöðva kaup Fiat á Chrysler

Þrír bandarískir lífeyrissjóðir vilja að hæstiréttur landsins stöðvi sölu á Chrysler-bílaframleiðandanum til Fiat.

Chrysler óskaði í lok apríl eftir greiðslustöðvun. Gangi sameining við ítalska bílaframleiðann Fiat eftir rís fimmti umsvifamesti bílaframleiðandi heims úr rústunum.

Dómstóll heimilaði söluna fyrr í vikunni. Lífeyrissjóðirnir þrír eru hins vegar andvígir sölunni og segja að með henni sé verið að mismuna kröfuhöfum Chrysler en sjóðirnir eru meðal þeirra.

Bílaframleiðendur vestra hafa lengi glímt við erfiðleika. Chrysler sótti ásamt öðrum hornsteinum bílageirans um neyðarlán stjórnvalda um áramót en þrátt fyrir það þurfti fyrirtækið að óska eftir greiðslustöðvun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×