Viðskipti erlent

Pontiac heyrir brátt sögunni til

Bílategundin Pontiac heyrir brátt sögunni til en General Motors tilkynntu í dag að framleiðslu Pontiac yrði hætt fyrir árslok á næsta ári. Þetta þýðir að um 21.000 manns muni missa vinnuna.

Eftir þessar breytingar mun General Motors einbeita sér að framleiðslu á fjórum bílategundum, Chevrolet, Cadillac, Buick og GMC.

Framtíð Saab, Saturn og Hummer er enn óljós en General Motors hefur frestað ákvörðun um framtíð þeirra framm eftir árinu.

Samkvæmt tilkynningu félagsins er ætlunin að skera niður 38.000 störf í viðbót við þau sem hverfa með Pontiac en þær uppsagnir eiga að koma til framkvæmda árið 2011.

Ennfremur mun bílasölum á vegum General Motors fækka um helming á næsta ári eða úr rúmlega 6.200 og niður í rúmlega 3.000.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×