Er von að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði? 14. júlí 2009 15:51 Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi. „Á meðan fjármálamarkaðir eru mjög brothættir og efnahagslífið er enn í miklum vandræðum, gefa þessar rekstrarniðurstöður von um að fjármálamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum," segir yfirmaður hjá Goldman Sachs, í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Flestar deildir Goldman Sachs skiluðu mjög góðum árangri á ársfjórðungnum en margir yfirmenn bankans seldu hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir bandaríkjadala eftir hrun fjárfestingabankans Lehman Brothers í september síðastliðnum. Þrátt fyrir fall Lehman Brothers virðist Goldman Sachs standa teinréttur. Búist er við því að bandarískir bankar skili góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi með auknum hlutabréfa- og skuldabréfaútgáfum. Auk þess hefur eitruðum eignum bankanna, eins og til að mynda undirmálslánunum, fækkað verulega. Ennfremur er talið að velta á verðbréfamarkaðinum verði töluvert meiri á síðari ársfjórðungi þessar árs en á þeim fyrri. Benda þessar fréttir til þess að von sé að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi. „Á meðan fjármálamarkaðir eru mjög brothættir og efnahagslífið er enn í miklum vandræðum, gefa þessar rekstrarniðurstöður von um að fjármálamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum," segir yfirmaður hjá Goldman Sachs, í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Flestar deildir Goldman Sachs skiluðu mjög góðum árangri á ársfjórðungnum en margir yfirmenn bankans seldu hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir bandaríkjadala eftir hrun fjárfestingabankans Lehman Brothers í september síðastliðnum. Þrátt fyrir fall Lehman Brothers virðist Goldman Sachs standa teinréttur. Búist er við því að bandarískir bankar skili góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi með auknum hlutabréfa- og skuldabréfaútgáfum. Auk þess hefur eitruðum eignum bankanna, eins og til að mynda undirmálslánunum, fækkað verulega. Ennfremur er talið að velta á verðbréfamarkaðinum verði töluvert meiri á síðari ársfjórðungi þessar árs en á þeim fyrri. Benda þessar fréttir til þess að von sé að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira