Eva Joly hraunar yfir SAS fyrir Cayman-viðskipti 19. júní 2009 09:04 Fjárglæfrabaninn Eva Joly er í sviðsljósi fjölmiðla í Noregi þessa stundina en hún hefur gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir að hafa leigt 16 flugvélar af óþekktum aðila í skattaparadísinni Cayman eyjum. Í samtali við e24.no segir Eva Joly að þessi viðskipti séu algerlega óásættanleg og umhverfismálaráðherrann Erik Solheim tekur undir þau sjónarmið Joly. „Það er algerlega óásættanlegt að við vitum ekki hverjir eiga þessar flugvélar. Spurningin er hvaðan fé þeirra er komið og spurning er hvort þeir hafi greitt skatt áður en þeir skráðu sig í skattaparadís," segir Joly. Claus Sonberg talsmaður SAS segir hinsvegar að félagið sé innan ramma laga sem gilda um viðskipti af þessu tagi. „Ef Joly og Sonheim telja að það standist ekki verða þau að kynna sér lögin," segir Claus. Solheim segir að þótt allir viti að SAS beri ábyrgð á öryggismálunum í kringum þessar flugvélar telji hann að farþegar finni fyrir óvissu með því að stíga upp í flugvélar sem viðkomandi veit ekkert hver á í rauninni. Joly segir ennfremur að óþekktir eigendur standi á bakvið reksturinn á mörgum norskum félögum og fyrirtækjum en að slíkt ætti að heyra fortíðinni til. „Við viljum vita um tekjur þessara félaga og hvað þau borga í skatt," segir Joly. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárglæfrabaninn Eva Joly er í sviðsljósi fjölmiðla í Noregi þessa stundina en hún hefur gagnrýnt SAS flugfélagið harðlega fyrir að hafa leigt 16 flugvélar af óþekktum aðila í skattaparadísinni Cayman eyjum. Í samtali við e24.no segir Eva Joly að þessi viðskipti séu algerlega óásættanleg og umhverfismálaráðherrann Erik Solheim tekur undir þau sjónarmið Joly. „Það er algerlega óásættanlegt að við vitum ekki hverjir eiga þessar flugvélar. Spurningin er hvaðan fé þeirra er komið og spurning er hvort þeir hafi greitt skatt áður en þeir skráðu sig í skattaparadís," segir Joly. Claus Sonberg talsmaður SAS segir hinsvegar að félagið sé innan ramma laga sem gilda um viðskipti af þessu tagi. „Ef Joly og Sonheim telja að það standist ekki verða þau að kynna sér lögin," segir Claus. Solheim segir að þótt allir viti að SAS beri ábyrgð á öryggismálunum í kringum þessar flugvélar telji hann að farþegar finni fyrir óvissu með því að stíga upp í flugvélar sem viðkomandi veit ekkert hver á í rauninni. Joly segir ennfremur að óþekktir eigendur standi á bakvið reksturinn á mörgum norskum félögum og fyrirtækjum en að slíkt ætti að heyra fortíðinni til. „Við viljum vita um tekjur þessara félaga og hvað þau borga í skatt," segir Joly.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira