Ótrúlegri handboltavertíð að ljúka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 08:00 Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum mönnum gegn Makedóníu á miðvikudaginn var.fréttablaðið/daníel Íslenska landsliðið í handbolta hélt í morgun utan til Eistlands þar sem liðið mun mæta heimamönnum í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM í handbolta en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki á næsta ári. Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum en þarf engu að síður helst á sigri að halda til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðið er þó mikið breytt og aðeins fimm leikmenn í hópnum nú sem fóru einnig á Ólympíuleikana í Peking. „Þetta eru ótrúlegar miklar breytingar á hópnum, bara frá síðasta leik," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „En ég hef fulla trú á þeim strákum sem eru að koma inn í hópinn nú en þeir fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þetta verður þó alls ekki auðveldur leikur enda Eistlendingar með vel mannað lið sem hefur staðið sig vel á heimavelli." Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fá nú frí og Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að gangast undir aðgerð vegna meiðsla. Í staðinn koma þeir Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson inn í hópinn auk þess sem Stefán Baldvin Stefánsson og Andri Stefan Guðrúnarson fá stærra hlutverk nú. Snorri Steinn hefur verið að jafna sig eftir meiðsli en Róbert fær frí eftir langt tímabil. „Hann var á síðustu dropunum," sagði Guðmundur. Ísland hefur farið taplaust í gegnum leiki sína í undankeppninni og dugir að öllum líkindum eins marks sigur á morgun til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísland vann Makedóníu nú á miðvikudaginn og gerði þar áður jafntefli við Noreg eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Guðmundur segir að gott gengi liðsins hafi vissulega komið sér þægilega á óvart. „Ég get ekki neitað því. Það er mikil óvissa sem fylgir því að tefla alltaf fram nýju liði í hverjum leik. Ég hafði þó alltaf tilfinningu fyrir því að þeir gætu klárað þetta." Hann segir það ekkert vafamál að landsliðið sé að græða nú á að hafa verið með B-landsliðsverkefni, svokallað 2012-landslið, í fullum gangi síðan í haust. „Það snýst fyrst og fremst um að breikka hjá okkur leikmannahópinn sem við höfum meðvitað verið að gera. Við höfum þurft að sækja mikið í þennan hóp vegna meiðsla lykilmanna í landsliðinu." Eftir leikinn á morgun tekur við langþráð sumarfrí hjá Guðmundi og félögum. „Þá getur maður loksins farið að anda. Þetta er búin að vera mikil törn og mikið álag en alveg frábært engu að síður." Hann segir að tímabilið sem nú er að ljúka sé það besta síðan hann gerðist þjálfari. Ísland náði frægu silfri á Ólympíuleikunum og hefur haldið dampi og vel það nú í vetur þrátt fyrir mikil skakkaföll í leikmannahópnum. „Okkur gekk bæði vel í æfingaleikjunum við Þjóðverja sem og í leikjum okkar í janúar. Síðan hefur líka gengið mjög vel í undankeppninni. Það var auðvitað mjög svekkjandi að vinna ekki Noreg um daginn þar sem við áttum það innilega skilið. En okkur tókst að hefna ófaranna gegn Makedóníu og þá gleymdum við hinum leiknum." Leikurinn hefst klukkan 15.00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Rúv. Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta hélt í morgun utan til Eistlands þar sem liðið mun mæta heimamönnum í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM í handbolta en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki á næsta ári. Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum en þarf engu að síður helst á sigri að halda til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðið er þó mikið breytt og aðeins fimm leikmenn í hópnum nú sem fóru einnig á Ólympíuleikana í Peking. „Þetta eru ótrúlegar miklar breytingar á hópnum, bara frá síðasta leik," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „En ég hef fulla trú á þeim strákum sem eru að koma inn í hópinn nú en þeir fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þetta verður þó alls ekki auðveldur leikur enda Eistlendingar með vel mannað lið sem hefur staðið sig vel á heimavelli." Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fá nú frí og Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að gangast undir aðgerð vegna meiðsla. Í staðinn koma þeir Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson inn í hópinn auk þess sem Stefán Baldvin Stefánsson og Andri Stefan Guðrúnarson fá stærra hlutverk nú. Snorri Steinn hefur verið að jafna sig eftir meiðsli en Róbert fær frí eftir langt tímabil. „Hann var á síðustu dropunum," sagði Guðmundur. Ísland hefur farið taplaust í gegnum leiki sína í undankeppninni og dugir að öllum líkindum eins marks sigur á morgun til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísland vann Makedóníu nú á miðvikudaginn og gerði þar áður jafntefli við Noreg eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Guðmundur segir að gott gengi liðsins hafi vissulega komið sér þægilega á óvart. „Ég get ekki neitað því. Það er mikil óvissa sem fylgir því að tefla alltaf fram nýju liði í hverjum leik. Ég hafði þó alltaf tilfinningu fyrir því að þeir gætu klárað þetta." Hann segir það ekkert vafamál að landsliðið sé að græða nú á að hafa verið með B-landsliðsverkefni, svokallað 2012-landslið, í fullum gangi síðan í haust. „Það snýst fyrst og fremst um að breikka hjá okkur leikmannahópinn sem við höfum meðvitað verið að gera. Við höfum þurft að sækja mikið í þennan hóp vegna meiðsla lykilmanna í landsliðinu." Eftir leikinn á morgun tekur við langþráð sumarfrí hjá Guðmundi og félögum. „Þá getur maður loksins farið að anda. Þetta er búin að vera mikil törn og mikið álag en alveg frábært engu að síður." Hann segir að tímabilið sem nú er að ljúka sé það besta síðan hann gerðist þjálfari. Ísland náði frægu silfri á Ólympíuleikunum og hefur haldið dampi og vel það nú í vetur þrátt fyrir mikil skakkaföll í leikmannahópnum. „Okkur gekk bæði vel í æfingaleikjunum við Þjóðverja sem og í leikjum okkar í janúar. Síðan hefur líka gengið mjög vel í undankeppninni. Það var auðvitað mjög svekkjandi að vinna ekki Noreg um daginn þar sem við áttum það innilega skilið. En okkur tókst að hefna ófaranna gegn Makedóníu og þá gleymdum við hinum leiknum." Leikurinn hefst klukkan 15.00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Rúv.
Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira