Ótrúlegri handboltavertíð að ljúka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 08:00 Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum mönnum gegn Makedóníu á miðvikudaginn var.fréttablaðið/daníel Íslenska landsliðið í handbolta hélt í morgun utan til Eistlands þar sem liðið mun mæta heimamönnum í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM í handbolta en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki á næsta ári. Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum en þarf engu að síður helst á sigri að halda til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðið er þó mikið breytt og aðeins fimm leikmenn í hópnum nú sem fóru einnig á Ólympíuleikana í Peking. „Þetta eru ótrúlegar miklar breytingar á hópnum, bara frá síðasta leik," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „En ég hef fulla trú á þeim strákum sem eru að koma inn í hópinn nú en þeir fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þetta verður þó alls ekki auðveldur leikur enda Eistlendingar með vel mannað lið sem hefur staðið sig vel á heimavelli." Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fá nú frí og Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að gangast undir aðgerð vegna meiðsla. Í staðinn koma þeir Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson inn í hópinn auk þess sem Stefán Baldvin Stefánsson og Andri Stefan Guðrúnarson fá stærra hlutverk nú. Snorri Steinn hefur verið að jafna sig eftir meiðsli en Róbert fær frí eftir langt tímabil. „Hann var á síðustu dropunum," sagði Guðmundur. Ísland hefur farið taplaust í gegnum leiki sína í undankeppninni og dugir að öllum líkindum eins marks sigur á morgun til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísland vann Makedóníu nú á miðvikudaginn og gerði þar áður jafntefli við Noreg eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Guðmundur segir að gott gengi liðsins hafi vissulega komið sér þægilega á óvart. „Ég get ekki neitað því. Það er mikil óvissa sem fylgir því að tefla alltaf fram nýju liði í hverjum leik. Ég hafði þó alltaf tilfinningu fyrir því að þeir gætu klárað þetta." Hann segir það ekkert vafamál að landsliðið sé að græða nú á að hafa verið með B-landsliðsverkefni, svokallað 2012-landslið, í fullum gangi síðan í haust. „Það snýst fyrst og fremst um að breikka hjá okkur leikmannahópinn sem við höfum meðvitað verið að gera. Við höfum þurft að sækja mikið í þennan hóp vegna meiðsla lykilmanna í landsliðinu." Eftir leikinn á morgun tekur við langþráð sumarfrí hjá Guðmundi og félögum. „Þá getur maður loksins farið að anda. Þetta er búin að vera mikil törn og mikið álag en alveg frábært engu að síður." Hann segir að tímabilið sem nú er að ljúka sé það besta síðan hann gerðist þjálfari. Ísland náði frægu silfri á Ólympíuleikunum og hefur haldið dampi og vel það nú í vetur þrátt fyrir mikil skakkaföll í leikmannahópnum. „Okkur gekk bæði vel í æfingaleikjunum við Þjóðverja sem og í leikjum okkar í janúar. Síðan hefur líka gengið mjög vel í undankeppninni. Það var auðvitað mjög svekkjandi að vinna ekki Noreg um daginn þar sem við áttum það innilega skilið. En okkur tókst að hefna ófaranna gegn Makedóníu og þá gleymdum við hinum leiknum." Leikurinn hefst klukkan 15.00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Rúv. Íslenski handboltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta hélt í morgun utan til Eistlands þar sem liðið mun mæta heimamönnum í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM í handbolta en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki á næsta ári. Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum en þarf engu að síður helst á sigri að halda til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðið er þó mikið breytt og aðeins fimm leikmenn í hópnum nú sem fóru einnig á Ólympíuleikana í Peking. „Þetta eru ótrúlegar miklar breytingar á hópnum, bara frá síðasta leik," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „En ég hef fulla trú á þeim strákum sem eru að koma inn í hópinn nú en þeir fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þetta verður þó alls ekki auðveldur leikur enda Eistlendingar með vel mannað lið sem hefur staðið sig vel á heimavelli." Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fá nú frí og Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að gangast undir aðgerð vegna meiðsla. Í staðinn koma þeir Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson inn í hópinn auk þess sem Stefán Baldvin Stefánsson og Andri Stefan Guðrúnarson fá stærra hlutverk nú. Snorri Steinn hefur verið að jafna sig eftir meiðsli en Róbert fær frí eftir langt tímabil. „Hann var á síðustu dropunum," sagði Guðmundur. Ísland hefur farið taplaust í gegnum leiki sína í undankeppninni og dugir að öllum líkindum eins marks sigur á morgun til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísland vann Makedóníu nú á miðvikudaginn og gerði þar áður jafntefli við Noreg eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Guðmundur segir að gott gengi liðsins hafi vissulega komið sér þægilega á óvart. „Ég get ekki neitað því. Það er mikil óvissa sem fylgir því að tefla alltaf fram nýju liði í hverjum leik. Ég hafði þó alltaf tilfinningu fyrir því að þeir gætu klárað þetta." Hann segir það ekkert vafamál að landsliðið sé að græða nú á að hafa verið með B-landsliðsverkefni, svokallað 2012-landslið, í fullum gangi síðan í haust. „Það snýst fyrst og fremst um að breikka hjá okkur leikmannahópinn sem við höfum meðvitað verið að gera. Við höfum þurft að sækja mikið í þennan hóp vegna meiðsla lykilmanna í landsliðinu." Eftir leikinn á morgun tekur við langþráð sumarfrí hjá Guðmundi og félögum. „Þá getur maður loksins farið að anda. Þetta er búin að vera mikil törn og mikið álag en alveg frábært engu að síður." Hann segir að tímabilið sem nú er að ljúka sé það besta síðan hann gerðist þjálfari. Ísland náði frægu silfri á Ólympíuleikunum og hefur haldið dampi og vel það nú í vetur þrátt fyrir mikil skakkaföll í leikmannahópnum. „Okkur gekk bæði vel í æfingaleikjunum við Þjóðverja sem og í leikjum okkar í janúar. Síðan hefur líka gengið mjög vel í undankeppninni. Það var auðvitað mjög svekkjandi að vinna ekki Noreg um daginn þar sem við áttum það innilega skilið. En okkur tókst að hefna ófaranna gegn Makedóníu og þá gleymdum við hinum leiknum." Leikurinn hefst klukkan 15.00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Rúv.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira