Fótbolti

Zlatan og Adriano í sókninni gegn United

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.

Jose Mourinho, þjálfari Inter, talaði hreint út á blaðamannafundi í dag en Inter tekur á móti Manchester United í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld. Hann segir að byrjunarlið sitt fyrir leikinn sé ekkert leyndarmál.

„Ég mun stilla liðinu upp í 4-4-2 leikkerfið með Adriano og Zlatan Ibrahimovic í fremstu víglínu. Þetta er ekkert leyndarmál," sagði Mourinho en blaðamannafundir hans eru alltaf líflegir.

„Adriano, Ibrahimovic, Javier Zanetti, Esteban Cambiasso, Dejan Stankovic, Sulley Muntari og svo fjögurra manna varnarlína. Svona verður mitt lið," sagði Mourinho.

Hann telur að Manchester United muni leika varnarsinnað í leiknum annað kvöld. „United er frábært sóknarlið en ég horfði á alla leiki liðsins í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Þeir koma ekki hingað með sóknarleikinn ofarlega í huga," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×