Viðskipti erlent

Mikill hagnaður af rekstri Iceland-keðjunnar

Mikill hagnaður var af rekstri Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Skilanefnd Landsbankans fer nú með stjórn á 14% hlut í keðjunni en hluturinn var áður í eigu Baugs.

Samkvæmt frétt í RetailWeek nam hagnaður Iceland fyrir skatta á síðasta ári tæpum 112 milljónum punda eða rúmum 23 milljörðum kr. Velta keðjunnar á tímabilinu nam rúmum 2 milljörðum punda eða rúmlega 420 milljörðum kr.

Malcolm Walker forstjóri Iceland segir í samtali við RetailWeek að keðjan taki ekki þátt í kreppunni sem nú hrjáir Breta. Hann segir að velgengi Iceland sé einkum að þakka frábæru stjórnunarliði, „því besta sem ég hef kynnst," segir Walker sem jafnframt segir að góður starfsandi hjá 20.000 starfsmönnum Iceland hafi einnig hjálpað mikið til.

Fram kemur í máli Walker að engin áform séu uppi um að selja fyrrgreindan 14% hlut Landsbankans í keðjunni.

Iceland mun opna 20 nýjar verslanir þetta árið auk þeirra 51 fyrrum Woolworths verslana sem verða enduropnaðar sem Iceland verslanir. Hann






Fleiri fréttir

Sjá meira


×