Rökþrota Illugi Árni Finnsson skrifar 16. mars 2009 06:00 Árni Finnsson skrifar um loftslagsmál Rökþrota stjórnmálamenn vísa gjarnan í þjóðarhagsmuni – eins og rétt þjóðarinnar til að nýta eigin auðlindir – án frekari skýringa eða rökstuðnings; fyllast þjóðrembingi. Það gerði Illugi Gunnarsson í grein hér í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars. Til skamms tíma var Illugi helsti talsmaður efasemdarmanna um að loftslagsbreytingar væru raunverulegar – efaðist um að þær ættu sér stað og að kenningar þar að lútandi byggðu á traustum vísindum. Ásamt Hannesi Hólmsteini vísaði Illugi gjarnan í fullyrðingar þeirra „fræðimanna“ sem hafa verið á mála hjá kola- eða olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum. Það þóttu honum traust vísindi. Umrædd grein Illuga er enn eitt dæmi um fávísi hans í umhverfismálum. Illugi ætti að vita að Ísland er aðili að EES-samningnum, að viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda er hluti þess samnings og að losun vegna álframleiðslu mun falla undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar 2013. Með öðrum orðum: Sértæk undanþága fyrir áliðnað á Íslandi jafngildir í raun kröfu um uppsögn EES-samningsins. Vill Illugi það? Kosningar nálgast og stjórnmálamenn freistast til þess að skruma fyrir lýðnum, gegn betri vitund. Nýlegt dæmi um það er stuðningur Framsóknarflokksins við hvalveiðar rúmri viku eftir að flokkurinn samþykkti að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þingmenn þess flokks og formaður vita mæta vel að verði hvalveiðar stundaðar hér við land mun Evrópusambandið ekki fallast á samning um aðild Íslands. Illugi reynir líkt og hvalveiðisinnarnir að tengja málstað sinn fullveldisrétti landsins en á fölskum forsendum því innan EES-samningsins hefur Ísland tryggt fullveldi sitt með því að deila því með öðrum þjóðum. Honum væri nær að gera kjósendum sínum grein fyrir andstöðu sinni við EES-samninginn – ef það er málið. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Finnsson skrifar um loftslagsmál Rökþrota stjórnmálamenn vísa gjarnan í þjóðarhagsmuni – eins og rétt þjóðarinnar til að nýta eigin auðlindir – án frekari skýringa eða rökstuðnings; fyllast þjóðrembingi. Það gerði Illugi Gunnarsson í grein hér í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars. Til skamms tíma var Illugi helsti talsmaður efasemdarmanna um að loftslagsbreytingar væru raunverulegar – efaðist um að þær ættu sér stað og að kenningar þar að lútandi byggðu á traustum vísindum. Ásamt Hannesi Hólmsteini vísaði Illugi gjarnan í fullyrðingar þeirra „fræðimanna“ sem hafa verið á mála hjá kola- eða olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum. Það þóttu honum traust vísindi. Umrædd grein Illuga er enn eitt dæmi um fávísi hans í umhverfismálum. Illugi ætti að vita að Ísland er aðili að EES-samningnum, að viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda er hluti þess samnings og að losun vegna álframleiðslu mun falla undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar 2013. Með öðrum orðum: Sértæk undanþága fyrir áliðnað á Íslandi jafngildir í raun kröfu um uppsögn EES-samningsins. Vill Illugi það? Kosningar nálgast og stjórnmálamenn freistast til þess að skruma fyrir lýðnum, gegn betri vitund. Nýlegt dæmi um það er stuðningur Framsóknarflokksins við hvalveiðar rúmri viku eftir að flokkurinn samþykkti að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þingmenn þess flokks og formaður vita mæta vel að verði hvalveiðar stundaðar hér við land mun Evrópusambandið ekki fallast á samning um aðild Íslands. Illugi reynir líkt og hvalveiðisinnarnir að tengja málstað sinn fullveldisrétti landsins en á fölskum forsendum því innan EES-samningsins hefur Ísland tryggt fullveldi sitt með því að deila því með öðrum þjóðum. Honum væri nær að gera kjósendum sínum grein fyrir andstöðu sinni við EES-samninginn – ef það er málið. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar