Hagsmunir starfsfólks teknir fram yfir hagsmuni eigenda 10. júní 2009 00:01 Í meðalári verða til átján til 27 þúsund störf og jafn mörg glatast, segir einn eigenda Kaffitárs og fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri. Hann segir mikilvægt að vernda störf í niðursveiflu. Mynd/Rósa „Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi," segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um uppbyggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækisins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í greininni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sérstakra aðgerða. Á miklum uppgangstímum og í harkalegri niðursveiflu, líkt og nú, verði óvenjumikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyrirtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjaldþrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna - jafnvel almennings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigendum. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni," segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þúsund störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endurnýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyrirtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnendur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni" sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð" segir Eiríkur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins - og gera enn. Undir smásjánni Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda fyrirtækjum gangandi ef rekstrargrundvöllur er fyrir hendi," segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, fyrrverandi aðstoðarhagstofustjóri og einn eigenda Kaffitárs. Eiríkur hélt erindi um uppbyggingu Kaffitárs á málþingi Viðskiptaráðs en það var í fyrsta sinn í nítján ára sögu fyrirtækisins sem hann gerir slíkt. Það kom til af því einu að eiginkona hans Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs, var á heimleið frá Gvatemala og gat það ekki. Eiríkur skrifaði nýverið grein um mikilvægi þess að halda lífi í fyrirtækjum í þeim tilgangi einum að vernda störf. Í greininni, sem hann skrifaði í félagi við Gylfa Dalmann, segir að þótt stór hluti starfa sé lagður niður á hverju ári komi ný í þeirra stað án inngripa stjórnvalda eða sérstakra aðgerða. Á miklum uppgangstímum og í harkalegri niðursveiflu, líkt og nú, verði óvenjumikil endurnýjun á vinnumarkaði. Hins vegar taki mun lengri tíma að skapa ný störf með stofnun fyrirtækja en að halda fyrirtækjum á lífi og skapa störf innan þeirra. Í mikilli niðursveiflu þegar gjaldþrot fjölda fyrirtækja blasir við skipti máli að halda lífvænlegum fyrirtækjum gangandi til að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og enn dýpri niðursveiflu sem getur endað í langvarandi kreppu. Eiríkur segir að ekki megi ruglað saman sérhagsmunum eigenda fyrirtækjanna, sem hafi tapað áhættufénu sem þeir lögðu til rekstursins, og hagsmunum starfsmanna - jafnvel almennings. „Almennt séð í atvinnulífinu er rekstrarreikningur fyrirtækja í góðu lagi. Þótt eigendurnir hafi glatað öllu sínu geta fyrirtækin lifað áfram undir nýjum eigendum. Þannig refsar markaðurinn þeim sem taka of mikla áhættu. Áhættan felst hins vegar í því að búa til ný störf frá grunni," segir hann og bendir á að þeir Gylfi áætli að á bilinu átján til 27 þúsund störf verði til í meðalári. Jafn mörg glatast á sama tíma. Endurnýjunin sé því mikil. Áhættan í slíkri endurnýjun er hins vegar sú að laun í nýjum fyrirtækjum eru iðulega lægri en í fyrirtækjum sem enn eru á lífi og því ekki eins verðmæt. Svo kunni að fara að frumkvöðlar, stofnendur fyrirtækjanna, verði að taka á sig kjaraskerðingu, jafnvel vinna launalaust í einhvern tíma til að koma „barni" sínu yfir erfiðasta hjallann. „Ef maður rekur fyrirtæki þar sem hægt er að einbeita sér að kjarnarekstrinum þá vegnar manni betur en ef maður starfar í þannig umhverfi að stöðugt þarf að glíma við erfiðan ytri ramma, svo sem kvöðina að sýna fram á að stjórn fyrirtækisins er með hreint sakavottorð" segir Eiríkur sem í erindi sínu á föstudag fjallaði um allar þær hindranir og freistingar sem þau Aðalheiður stóðu frammi fyrir á fyrstu árum rekstrarins - og gera enn.
Undir smásjánni Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira