Höll Musterisriddara í Frakklandi er til sölu 29. maí 2009 13:46 Einn af síðustu flóttastöðum Musterisriddaranna í Frakklandi, höllin Chateau de La Jarhte, er nú til sölu. Hægt er að kaupa þessa sögufrægu höll fyrir 5,4 milljónir evra eða um rétt tæpan milljarð kr. Chateau de La Jarhte var byggð á tólftu öld en þegar þáverandi konungur Frakklands, Filip hinn fagri, og páfinn ákváðu í sameiningu að slátra reglu Musterisriddaranna árið 1307 var höllin einn síðasti áfangastaður þeirra riddara sem sluppu undan hinum fagra og páfanum. Hugsanlega með þjóðsagnakenndan fjársjóð sinn í farteskinu. Eins og kunnugt er hefur fjársjóður þessi aldrei fundist en samkvæmt frásögn í börsen.dk getur nú einhver áhugasamur keypt höllina og leitað að vísbendingum um fjársjóðinn í henni. Umhverfi Chateau de La Jarhte er dramtískt en höllin stendur á hæðarhrygg í héraðinu Dordogne með gott útsýni til allra átta. Með í kaupunum fylgir svo 120 hektarar af skóglendi og ökrum. Á nýrri tímum hefur svo 18 holu golfvelli verið komið fyrir á jörðinni. Í sjálfri höllinni eru 18 svefnherbergi, bókasafn, kapella og mikil lofthæð þannig að hún er talin ákjósanlegur ráðstefnustaður. Og það fylgir með í fréttinni að sökum fjármálakreppunnar er nú mögulegt að fá 10% afslátt á söluverði hallarinnar. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Einn af síðustu flóttastöðum Musterisriddaranna í Frakklandi, höllin Chateau de La Jarhte, er nú til sölu. Hægt er að kaupa þessa sögufrægu höll fyrir 5,4 milljónir evra eða um rétt tæpan milljarð kr. Chateau de La Jarhte var byggð á tólftu öld en þegar þáverandi konungur Frakklands, Filip hinn fagri, og páfinn ákváðu í sameiningu að slátra reglu Musterisriddaranna árið 1307 var höllin einn síðasti áfangastaður þeirra riddara sem sluppu undan hinum fagra og páfanum. Hugsanlega með þjóðsagnakenndan fjársjóð sinn í farteskinu. Eins og kunnugt er hefur fjársjóður þessi aldrei fundist en samkvæmt frásögn í börsen.dk getur nú einhver áhugasamur keypt höllina og leitað að vísbendingum um fjársjóðinn í henni. Umhverfi Chateau de La Jarhte er dramtískt en höllin stendur á hæðarhrygg í héraðinu Dordogne með gott útsýni til allra átta. Með í kaupunum fylgir svo 120 hektarar af skóglendi og ökrum. Á nýrri tímum hefur svo 18 holu golfvelli verið komið fyrir á jörðinni. Í sjálfri höllinni eru 18 svefnherbergi, bókasafn, kapella og mikil lofthæð þannig að hún er talin ákjósanlegur ráðstefnustaður. Og það fylgir með í fréttinni að sökum fjármálakreppunnar er nú mögulegt að fá 10% afslátt á söluverði hallarinnar.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira