Ísland setur 200 breska bankamenn á kaldan klaka 29. maí 2009 10:32 Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. Þetta er sama vandamál og fyrrum starfsmenn SPRON og Sparisjóðabankans eiga við að glíma hér heima. Í frétt um málið í blaðinu Evening Standard, undir fyrirsögninni „Iceland Leaves Former Bankers Out in Cold", segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem banki í ríkiseigu standi ekki við skuldbindingar sínar hvað varðar launagreiðslur á uppsagnarfresti. Hér er um að ræða 80 fyrrum starfsmenn verðbréfamiðlunarinnar Teathers, sem áður var í eigu Landsbankans og síðar Straums, og 120 starfsmenn Straums í London. Þessir fyrrum starfsmenn Straums reiknuðu með að fá laun fyrir maí-mánuð greidd á mánudaginn kemur. Nú hefur þeim verið tilkynnt að þeir verði að leggja fram kröfur um launin á fundi kröfuhafa og hugsanlega fái þeir þessi laun ekki greidd fyrr en í ágúst. „Jafnvel rugludallsbanki eins og RBS borgar enn laun á uppsagnarfresti. Margir okkar treysta alfarið á að þessi laun verði greidd," segir einn af fyrrum starfsmönnum Straums í samtali við Evening Standard. Talsmaður Straums segir að unnið sé hörðum höndum að því á Íslandi að breyta nýrri lagasetningu svo hægt verði að greiða launin. Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. Þetta er sama vandamál og fyrrum starfsmenn SPRON og Sparisjóðabankans eiga við að glíma hér heima. Í frétt um málið í blaðinu Evening Standard, undir fyrirsögninni „Iceland Leaves Former Bankers Out in Cold", segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem banki í ríkiseigu standi ekki við skuldbindingar sínar hvað varðar launagreiðslur á uppsagnarfresti. Hér er um að ræða 80 fyrrum starfsmenn verðbréfamiðlunarinnar Teathers, sem áður var í eigu Landsbankans og síðar Straums, og 120 starfsmenn Straums í London. Þessir fyrrum starfsmenn Straums reiknuðu með að fá laun fyrir maí-mánuð greidd á mánudaginn kemur. Nú hefur þeim verið tilkynnt að þeir verði að leggja fram kröfur um launin á fundi kröfuhafa og hugsanlega fái þeir þessi laun ekki greidd fyrr en í ágúst. „Jafnvel rugludallsbanki eins og RBS borgar enn laun á uppsagnarfresti. Margir okkar treysta alfarið á að þessi laun verði greidd," segir einn af fyrrum starfsmönnum Straums í samtali við Evening Standard. Talsmaður Straums segir að unnið sé hörðum höndum að því á Íslandi að breyta nýrri lagasetningu svo hægt verði að greiða launin.
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira