Viðskipti erlent

Hvalaskoðun gefur meira af sér en hvalveiðar

Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem nú stendyr yfir segir að hvalaskoðun gefi nú af sér meiri tekjur á heimsvísu en hvalveiðar. Tekjur af hvalaskoðun nemi nú um 2,1 milljarði punda eða rúmlega 440 milljörðum kr. á ári.

Það eru alþjóðleg dýraverndunarsamtök sem standa að skýrslunni og segja þau að hvalveiðilönd geti hagnast á því að skipta veiðunum út fyrir skoðunarferðir.

Í frétt um málið á BBC segir að íslenska sendinefndin á fundi IWC sé ekki sammála þessu áliti og bendi á að hvalveiðar og hvalaskoðun geti þróast áfram í sameiningu.

Patrick Ramage forstjóri samtakanna sem gerðu skýrsluna segir að hvalaskoðun sé mun sjálfbærri atvinnugrein en hvalveiðar. „Efnahagslega gefur skoðunin mun betur af sér og því eru hvalir meira virði lifandi en dauðir," segir Ramage.

BBC ræðir einnig við Tómas Heiðar formann íslensku sendinefndarinnar. Hann segir að hvalveiðar og hvalaskoðun hafi starfi í sátt og samlyndi á Íslandi og hafi gert svo um árabil. „Ásakanir um að hvalveiðar hafi áhrif á hvalaskoðun eru ósannar eins og reynslan sýnir," segir Tómas Heiðar sem bendir á að hvalaskoðun hafi stöðugt aukist á Íslandi eftir að stjórnvöld ákváðu að hefja hvalveiðar að nýju árið 2006.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×