Síminn sameinar félag sitt í Bretlandi við Daisy Communications 19. maí 2009 10:36 Síminn hefur sameinað félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið Daisy Communications og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile. Um er að ræða samvinnuverkefni milli félaganna tveggja. Fjallað er um málið á vefsíðunni Commsdealer.com. Þar segir að um sé að ræða fyrsta samninginn sem Daisy gerir á þessu fjárhagsári. Það muni gera Daisy kleyft að auka við umfangið á fastlínukerfi sínu með því að fá inn sérhæfða farsímaþjónustu fyrir smærri til meðalstór fyrirtæki í Bretlandi. Rætt er við Sævar Frey Þráinsson forstjóra Símans sem segir að þetta samvinnuverkefni sé rökræn og eðlileg þróun á starfsemi félagsins í Bretlandi. „Síminn býður upp á fjölda af lausnum fyrir fyrirtæki og heimili. Nú munu tækifæri okkar til að bjóða þær lausnir fyrir SME markaðinn í Bretlandi aukast," segir Sævar. Matthew Riley forstjóri Daisy er ánægður með sameiningu félaganna. Verkefnið sé árangur af leit Daisy að farsímaþjónustu sem staðið hafi í nokkurn tíma. „Við erum hæstánægðir með að tækifærið með Aerofone kom upp," segir Riley. „Aerofone er augljóslega þekkt merki á farsímasviðinu." Neil Gething hefur verið ráðinn sem forstjóri Daisy Mobile. Hann er mjög bjartsýnn fyrir hönd félagsins og telur að það verði leiðandi á sínu sviði í Bretlandi framtíðinni. Daisy Communications var stofnað árið 2001. Þróun félagsins undanfarin ár hefur einkennst af miklum vexti en fyrirtækið þjónar um 35.000 viðskiptavinum. Aerofone UK, sem Síminn keypti árið 2007, þjónar um 10.000 viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði. Aerofone hefur hlotið lof fyrir góða þjónustu og vann m.a. verðlaun fyrir „Bestu þjónustu við viðskiptavini" á Mobile News Awards árið 2008. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Síminn hefur sameinað félag sitt í Bretlandi, Aerofone UK, við breska félagið Daisy Communications og myndað nýtt félag undir heitinu Daisy Mobile. Um er að ræða samvinnuverkefni milli félaganna tveggja. Fjallað er um málið á vefsíðunni Commsdealer.com. Þar segir að um sé að ræða fyrsta samninginn sem Daisy gerir á þessu fjárhagsári. Það muni gera Daisy kleyft að auka við umfangið á fastlínukerfi sínu með því að fá inn sérhæfða farsímaþjónustu fyrir smærri til meðalstór fyrirtæki í Bretlandi. Rætt er við Sævar Frey Þráinsson forstjóra Símans sem segir að þetta samvinnuverkefni sé rökræn og eðlileg þróun á starfsemi félagsins í Bretlandi. „Síminn býður upp á fjölda af lausnum fyrir fyrirtæki og heimili. Nú munu tækifæri okkar til að bjóða þær lausnir fyrir SME markaðinn í Bretlandi aukast," segir Sævar. Matthew Riley forstjóri Daisy er ánægður með sameiningu félaganna. Verkefnið sé árangur af leit Daisy að farsímaþjónustu sem staðið hafi í nokkurn tíma. „Við erum hæstánægðir með að tækifærið með Aerofone kom upp," segir Riley. „Aerofone er augljóslega þekkt merki á farsímasviðinu." Neil Gething hefur verið ráðinn sem forstjóri Daisy Mobile. Hann er mjög bjartsýnn fyrir hönd félagsins og telur að það verði leiðandi á sínu sviði í Bretlandi framtíðinni. Daisy Communications var stofnað árið 2001. Þróun félagsins undanfarin ár hefur einkennst af miklum vexti en fyrirtækið þjónar um 35.000 viðskiptavinum. Aerofone UK, sem Síminn keypti árið 2007, þjónar um 10.000 viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði. Aerofone hefur hlotið lof fyrir góða þjónustu og vann m.a. verðlaun fyrir „Bestu þjónustu við viðskiptavini" á Mobile News Awards árið 2008.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira