Viðskipti erlent

Dýrasta og stærsta snekkja heims til sölu

Dýrasta og stærsta lúxussnekkja heimsins, Maltese Falcon, er til sölu. Snekkjan er einkum þekkt fyrir byltingarkennda hönnun en hún var smíðuð af ítölsku bátasmiðjunni Perini Navi árið 2006.

Eigandi snekkjunnar er auðmaðurinn Tom Perkins og hann borgaði 130 milljónir dollara fyrir hana á sínum tíma eða um 16 milljarða kr.

Það er JamesList sem hefur fengið það verkefni að selja Maltese Falcon að því er segir í frétt um málið á vefsíðunni e24.no. Snekkjan er byggð með hraða í huga og hún getur siglt þvert yfir Atlantshafið á 10 dögum að því er segir á sérstakri heimasíðu sem stofnuð var eingöngu um Maltese Falcon.

Um borð er gistipláss fyrir 12 persónur og eigandinn er með eigin svítu um borð. Áhöfin telur 16 manns og um borð er kafbátur auk sæþotna og lítil seglbáts.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×