Viðskipti erlent

Schwarzenegger lýsir yfir fjárhagslegu neyðarástandi

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu hefur lýst yfir fjárhagslegu neyðarástandi í ríkinu frá og með deginum í dag.

Þar að auki hefur Schwarzenegger kallað saman þing ríkisins á neyðarfund samkvæmt sérstökum lögum og hefur þingið 45 daga til að koma stjórn á fjárlög Kaliforníu.

Samhliða þessu hafa allir starfsmenn ríkisins verið þvingaðir til að taka þrjá daga í mánuði í launalaust frí frá 10. júlí. Um er að ræða fyrsta, annan og þriðja hvern föstudag í mánuðinum. Þetta nær þó ekki yfir starfsfólk á spítulum, lögreglu, slökkviliðsmanna og fangavarða.

Kalifornía berst nú við fjárlagahalla upp á 24,3 milljarða dollara. Takist ekki að koma böndum á hann blasir gjaldþrot við ríkinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×