Viðskipti innlent

Ríkið græðir 138 milljarða á Glitniskaupum

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, í gær.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis, og Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, í gær. Mynd/GVA
Íslenska ríkið hagnaðist um rétt tæpa 138 milljarða króna með kaupum á 75 prósenta hlut í Glitni á einum degi við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag.

Greiningardeild Kaupþings benti á það í gær að ríkið greiðir 600 milljónir evra eða um 84 milljarða króna (miðað við gengi á evru gagnvart krónu á föstudag) fyrir 75 prósenta hlut í bankanum . Miðað við dagslokagengi krónu í gær hafi markaðsvirði hvers hlutar lækkað um 88 prósent frá því á föstudag enda nýir hlutir gefnir út á móti nýju hlutafé. Miðað við þetta greiddi ríkið 1,9 krónur fyrir hvern hlut í Glitni.

Gengi bréfa í bankanum stóð í 4,8 krónum á hlut við upphaf dags í morgun. Það jafngildir 152 prósenta hækkun. Ríkið hefur því, samkvæmt þessu, hagnast um 950 milljón evrur, tæpa 138 milljarða króna, á einum degi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×