Breskir bankar eiga í erfiðleikum með endurfjármögnun 13. apríl 2008 18:45 Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi. Helsta dagskrármálið á fundinum verður versnandi ástand á fasteignamarkaði í Bretlandi. Hús seljast ekki. Erfitt er að fá lán. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu fasteign halda að sér höndum - bíða eftir að verðið lækki enn meira. Brown hvatti í dag breska banka til að lækka vexti sína í samræmi við vaxtalækkanir Bretlandsbanka síðasta árið og skila því þannig áfram til viðskiptavina sinna. Einnig hvatti hann breska banka - sem og banka annarra landa - til að taka sig saman greina ítarlega frá tapi sínu vegna undirmálslána á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Þannig verði betur hægt að greina umfang vandans - sér í lagi fyrir hvert land fyrir sig. Brown verður að mati sérfræðinga að spíta í lófana ætli hann ekki að láta lausafjárkreppuna draga sig og stjórn sína niður enn frekar í könnunum en orðið er. Persónulegar vinsældir forsætisráðherrans hafa minnkað hraðar er hjá nokkrum öðrum breskum forsætisráðherra frá því mælingarhófust á fjórða áratug síðustu aldar. Frá því í águst í fyrra hefur stuðningur við hann farið úr 48 stigum í mínus 37 stig samkvæmt sérstökum skala sem mælir mætur á forsætisráðherra. Flokkur leiðtogans fær líka slæma útreið í nýrri könnun breska blaðsins Sunday Times. Þar njóta Íhaldsmenn 44 prósenta fylgis en Verkamannaflokkur Browns 28 prósenta stuðnings. Frjálslyndir demókratar fá 17 prósent. Talið er að staðan á lána- og húsnæðismarkaði ráði mestu um fylgistapið hjá ráðherra sem talin var með föst tök á efnahagsmálum í tíu ár sem fjármálaráðherra. Nú hefur sú ímynd beðið hnekki og því metið mikilvægt að boða til fundarins með bankastjórunum í vikunni og byrjað að endurheimta traustið. Viðskipti Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi. Helsta dagskrármálið á fundinum verður versnandi ástand á fasteignamarkaði í Bretlandi. Hús seljast ekki. Erfitt er að fá lán. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu fasteign halda að sér höndum - bíða eftir að verðið lækki enn meira. Brown hvatti í dag breska banka til að lækka vexti sína í samræmi við vaxtalækkanir Bretlandsbanka síðasta árið og skila því þannig áfram til viðskiptavina sinna. Einnig hvatti hann breska banka - sem og banka annarra landa - til að taka sig saman greina ítarlega frá tapi sínu vegna undirmálslána á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Þannig verði betur hægt að greina umfang vandans - sér í lagi fyrir hvert land fyrir sig. Brown verður að mati sérfræðinga að spíta í lófana ætli hann ekki að láta lausafjárkreppuna draga sig og stjórn sína niður enn frekar í könnunum en orðið er. Persónulegar vinsældir forsætisráðherrans hafa minnkað hraðar er hjá nokkrum öðrum breskum forsætisráðherra frá því mælingarhófust á fjórða áratug síðustu aldar. Frá því í águst í fyrra hefur stuðningur við hann farið úr 48 stigum í mínus 37 stig samkvæmt sérstökum skala sem mælir mætur á forsætisráðherra. Flokkur leiðtogans fær líka slæma útreið í nýrri könnun breska blaðsins Sunday Times. Þar njóta Íhaldsmenn 44 prósenta fylgis en Verkamannaflokkur Browns 28 prósenta stuðnings. Frjálslyndir demókratar fá 17 prósent. Talið er að staðan á lána- og húsnæðismarkaði ráði mestu um fylgistapið hjá ráðherra sem talin var með föst tök á efnahagsmálum í tíu ár sem fjármálaráðherra. Nú hefur sú ímynd beðið hnekki og því metið mikilvægt að boða til fundarins með bankastjórunum í vikunni og byrjað að endurheimta traustið.
Viðskipti Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira