Massa vill landa báðum meistaratitlunum 25. september 2008 12:23 Felipe Massa verður einbeittur í mótinu í Singapúr um helgina og býst ekki við hjálp frá Kimi Raikkönen hvað stigasöfun varðar. Mynd: kappakstur.is Felipe Massa hjá Ferrari er aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökumanna. Þeir leiða saman hesta sína á fyrstu æfingum keppnisliða á morgun, en kappaksturinn verður á sunnudaginn á flóðlýstri braut. „Mönnum hefur gengið misvel í titilslagnum. Ég hef let í vandræðum, Hamilton og Raikkönen, jafnvel Kubica. Ég held að síðustu mótin verði jöfn og spennandi. Ef við höldum jöfnum hraða og bíllinn bilar ekki, þá eigum við ágæta möguleika á titlinum,“ sagði Massa á fréttamannafundi í dag. „Dómsmál Hamilton fór eins og það átti að fara. Það var alltaf ljóst að það yrði þungur róður fyrir McLaren að áfrýja og ég tel að dómurinn í mótinu á Spa hafi verið sanngjarn. En núna einbeiti ég mér að mótinu í Singapúr. Ef ég vinn mótið með eins stigs mun, þá verð ég verðugur meistari.“ Mönnum er tíðrætt um hvort Raikkönen muni liðsinna Massa í síðustu mótum, hvað stigasöfnun varðar. En Massa býst ekki við neinni hjálp. „Ég geri bara mitt besta og stend á eigin fótum. Ef við getum unnið öll síðustu mótin, öll fjögur, þá er það kjörstaðan. Ég mun gera mitt besta og veit að ég á möguleika á meistaratitiinum og Ferrari í keppni bílasmiða. Markmið okkar er að ná báðum titlum sem lið.“ Sjá nánar á kappakstur.is. Formúla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari er aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökumanna. Þeir leiða saman hesta sína á fyrstu æfingum keppnisliða á morgun, en kappaksturinn verður á sunnudaginn á flóðlýstri braut. „Mönnum hefur gengið misvel í titilslagnum. Ég hef let í vandræðum, Hamilton og Raikkönen, jafnvel Kubica. Ég held að síðustu mótin verði jöfn og spennandi. Ef við höldum jöfnum hraða og bíllinn bilar ekki, þá eigum við ágæta möguleika á titlinum,“ sagði Massa á fréttamannafundi í dag. „Dómsmál Hamilton fór eins og það átti að fara. Það var alltaf ljóst að það yrði þungur róður fyrir McLaren að áfrýja og ég tel að dómurinn í mótinu á Spa hafi verið sanngjarn. En núna einbeiti ég mér að mótinu í Singapúr. Ef ég vinn mótið með eins stigs mun, þá verð ég verðugur meistari.“ Mönnum er tíðrætt um hvort Raikkönen muni liðsinna Massa í síðustu mótum, hvað stigasöfnun varðar. En Massa býst ekki við neinni hjálp. „Ég geri bara mitt besta og stend á eigin fótum. Ef við getum unnið öll síðustu mótin, öll fjögur, þá er það kjörstaðan. Ég mun gera mitt besta og veit að ég á möguleika á meistaratitiinum og Ferrari í keppni bílasmiða. Markmið okkar er að ná báðum titlum sem lið.“ Sjá nánar á kappakstur.is.
Formúla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira