Fyrsta fórnarlambið í Evrópu selt til Bandaríkjanna 21. ágúst 2008 10:45 Gunther Braeuning, forstjóri IKB, og Karsten von Köhler, forstjóri Lone Star, á á blaðamannafundi í Franfurt í dag þar sem kaupin voru kynnt. Mynd/AFP Bandaríska fjárfestingafélagið Lone Star ætlar að kaupa 91 prósents hlut í þýska bankann Industriebank IKB. Bankinn hefur glímt við mikla lausafjárerfiðsleika vegna afskrifta á bandarískum skuldabréfavafningum sem tengjast áhættusömum fasteignalánum í Bandaríkjunum. Erlendir fjölmiðlar eru sammála um að bankinn sé fyrsta evrópska fórnarlamb undirmálslánakreppunnar. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Frankfurt í Þýskalandi í dag. Samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar nema afskriftir IKB um 10,3 milljarða evra, jafnvirði 1.257 milljarða íslenskra króna. Unnið hefur verið að því hörðum höndum upp á síðkastið að bjarga IKB frá gjaldþrotahamrinum og veit auknu hlutafé í hann gegn stöðum. Þýski bankinn KfW, sem hefur gefið út einna mest af íslenskum krónubréfum, á 45,5 prósenta hlut í IKB, er stærsti hluthafinn, en hefur reynt að selja hann í tæpt ár, að sögn Bloomberg sem bætir við að KfW hafi ákveðið að selja hlut sinn þrátt fyrir að uppsett verð hafi ekki fengist.Nokkur samkeppni var bankann en Lone Star mun hafa haft betur gegn sænska bankanum SEB Enskilda og bandaríska fjárfestingafélaginu Ripplewood. Bankinn hefur keypt upp verðbréf ýmissa fjármálafyrirtækja með afslætti upp á síðkastið, svo sem frá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch, að sögn Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska fjárfestingafélagið Lone Star ætlar að kaupa 91 prósents hlut í þýska bankann Industriebank IKB. Bankinn hefur glímt við mikla lausafjárerfiðsleika vegna afskrifta á bandarískum skuldabréfavafningum sem tengjast áhættusömum fasteignalánum í Bandaríkjunum. Erlendir fjölmiðlar eru sammála um að bankinn sé fyrsta evrópska fórnarlamb undirmálslánakreppunnar. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Frankfurt í Þýskalandi í dag. Samkvæmt upplýsingum Bloomberg-fréttaveitunnar nema afskriftir IKB um 10,3 milljarða evra, jafnvirði 1.257 milljarða íslenskra króna. Unnið hefur verið að því hörðum höndum upp á síðkastið að bjarga IKB frá gjaldþrotahamrinum og veit auknu hlutafé í hann gegn stöðum. Þýski bankinn KfW, sem hefur gefið út einna mest af íslenskum krónubréfum, á 45,5 prósenta hlut í IKB, er stærsti hluthafinn, en hefur reynt að selja hann í tæpt ár, að sögn Bloomberg sem bætir við að KfW hafi ákveðið að selja hlut sinn þrátt fyrir að uppsett verð hafi ekki fengist.Nokkur samkeppni var bankann en Lone Star mun hafa haft betur gegn sænska bankanum SEB Enskilda og bandaríska fjárfestingafélaginu Ripplewood. Bankinn hefur keypt upp verðbréf ýmissa fjármálafyrirtækja með afslætti upp á síðkastið, svo sem frá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch, að sögn Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira