Gengi hlutabréfa í Icelandair hélt áfram langfluginu í dag. Það hækkaði um 1,61 prósent og endaði í 15,75 krónum á hlut. Einungis Kaupþing hækkaði á sama tíma um 0,0,38 prósent.
Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminum, sem í gær varð þriðja verðmætasta félagið í Kauphöllinni, um 4,32 prósent, Færeyjabanki um 4,11 prósent og Teymi um 2,37 prósent.
Glitnir og Exista lækkaði um rúmt prósent.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,29 prósent og stendur hún í sléttum 4.500 stigum.