XL Leisure hafnaði endurfjármögnun Ingimar Karl Helgason skrifar 17. september 2008 00:01 „XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þúsund manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var einhuga um að það væri félaginu og þar með hluthöfum til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flugrekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var eflaust rétt ákvörðun á þeim tíma," segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgangur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíðar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út," segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eimskipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endurfjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi." Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töluðum ekki við," segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem félagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins." Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjárfestingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf." Markaðir Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„XL fékk tilboð í endurfjármögnun um mitt síðasta sumar, en því var ekki tekið af því að menn töldu að betri kjör gætu fengist annars staðar. Skömmu síðar lokuðust allir lánsfjármagnsmarkaðir," segir Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður XL Leisure Group og fyrrverandi stjórnarformaður Eimskips. Hann stýrði Avion Group á sínum tíma, þar á meðal kaupum á Excel Airways og átti síðar þátt í sölu til stjórnenda félagsins. XL Leisure Group varð gjaldþrota fyrir helgi. Þar með misstu hátt í tvö þúsund manns vinnuna og tugþúsundir viðskiptavina XL urðu strandaglópar víða um heim. Eimskipafélagið var í ábyrgð fyrir yfirtöku stjórnenda á XL Leisure Group. Ábyrgðin nemur 280 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 25 milljörðum íslenskra króna. Ábyrgðin fellur á Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðgar hafa raunar lýst því yfir að þeir taki hana yfir. „Við fengum þetta tilboð í félagið. Stjórnin var einhuga um að það væri félaginu og þar með hluthöfum til hagsbóta að taka því, selja sig út úr flugrekstrinum og einbeita sér að öðru. Það var eflaust rétt ákvörðun á þeim tíma," segir Magnús Þorsteinsson, en stjórnendur XL keyptu félagið af Eimskipafélaginu. „Þá var líka allt annar aðgangur að lánsfé og ágætar áætlanir uppi til framtíðar af hálfu félagsins, sem menn höfðu fulla trú á. Við létum sérstaklega kanna þá kosti sem væru til endurfjármögnunar og það leit allt saman vel út," segir Magnús. Magnús Stephensen, sem sat í stjórn XL og var í hópi þeirra stjórnenda sem keyptu félagið af Eimskipafélaginu, segir að ýmsar tillögur um endurfjármögnun hafi borist. „Allar þessar tillögur voru á umræðustigi." Stjórnin hafi engu hafnað. Allt hafi verið reynt til að endurfjármagna félagið. „Það er varla til sá banki eða fjárfestingarfélag sem við töluðum ekki við," segir Magnús. „Tillögurnar voru hins vegar allar háðar ýmsum skilyrðum sem félagið gat ekki endilega uppfyllt. Flest snerust þessi skilyrði um afkomu fyrirtækisins." Hann segir að hátt olíuverð hafi haft slæm áhrif á reksturinn. Þetta sé ekki ár flugfélaga. „Ef fjórði stærsti fjárfestingarbanki heims fær ekki endurfjármögnun, þá held ég að það segi allt sem segja þarf."
Markaðir Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira