Hækkun á flestum mörkuðum 20. ágúst 2008 08:54 Miðlarar að störfum í þýsku kauphöllinni í Frankfurt. Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,14 prósent í gær og Nasdaq-vístialan um 1,35 prósent eftir tölur um mikla hækkun á framleiðsluverði, talsvert yfir væntingar, voru birtar í gær. Tölurnar bentu til að verðbólga væri að aukast umfram það sem spáð var og gæti svo farið að bandaríski seðlabankinn yrði að hækka stýrivexti á árinu þvert á fyrri spár. Þetta var annar dagurinn í röð sem hlutabréf lækkuðu mikið vestanhafs en á mánudag keyrði grein bandarísku viðskiptavikuritsins Barron's um hugsanlegt þrot bandarísks fjármálafyrirtækis markaðinn niður. Við það féll markaðsverðmæti bandarísku húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac um rúman fjórðung og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í um tuttugu ár. Fréttirnir smituðu frá sér út á alþjóðlega fjármálamarkaði í gær og lækkaði gengi hlutabréfa víða um heim, þar á meðal hér en Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent. Slæm verðbólgutíðindi vestanhafs í gær virðast hins vegar ekki hafa haft svipuð áhrif út fyrir landssteina. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði engu að síður um 0,1 prósent. Talsverð hækkun varð hins vegar á öðrum asískum mörkuðum en Hang Seng-hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp tvö prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í London hækkað um 0,69 prósent það sem af er dags en aðalvísitölur í Þýskalandi og Frakklandi nokkru minna. Svipuðu máli gegnir um norrænar vísitölur en samnorræna hlutabréfavísitala Nasdaq-OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,53 prósent. Mest er hækkunin í Noregi, eða 0,65 prósent en minnst í Svíþjóð upp á 0,47 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,46 prósent það sem af er dags og standa nú í 54,25 sænskum krónum á hlut. Að öðru leyti hefur gengi bréfa almennt hækkað á Norðurlöndunum sem á öðrum mörkuðum þrátt fyrir skell á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,14 prósent í gær og Nasdaq-vístialan um 1,35 prósent eftir tölur um mikla hækkun á framleiðsluverði, talsvert yfir væntingar, voru birtar í gær. Tölurnar bentu til að verðbólga væri að aukast umfram það sem spáð var og gæti svo farið að bandaríski seðlabankinn yrði að hækka stýrivexti á árinu þvert á fyrri spár. Þetta var annar dagurinn í röð sem hlutabréf lækkuðu mikið vestanhafs en á mánudag keyrði grein bandarísku viðskiptavikuritsins Barron's um hugsanlegt þrot bandarísks fjármálafyrirtækis markaðinn niður. Við það féll markaðsverðmæti bandarísku húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac um rúman fjórðung og hefur gengi þeirra ekki verið lægra í um tuttugu ár. Fréttirnir smituðu frá sér út á alþjóðlega fjármálamarkaði í gær og lækkaði gengi hlutabréfa víða um heim, þar á meðal hér en Úrvalsvísitalan féll um rétt rúm tvö prósent. Slæm verðbólgutíðindi vestanhafs í gær virðast hins vegar ekki hafa haft svipuð áhrif út fyrir landssteina. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði engu að síður um 0,1 prósent. Talsverð hækkun varð hins vegar á öðrum asískum mörkuðum en Hang Seng-hlutabréfavísitalan í Hong Kong hækkaði um tæp tvö prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í London hækkað um 0,69 prósent það sem af er dags en aðalvísitölur í Þýskalandi og Frakklandi nokkru minna. Svipuðu máli gegnir um norrænar vísitölur en samnorræna hlutabréfavísitala Nasdaq-OMX-kauphallarsamstæðunnar hefur hækkað um 0,53 prósent. Mest er hækkunin í Noregi, eða 0,65 prósent en minnst í Svíþjóð upp á 0,47 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira