BMW getur unnið báða meistaratitlanna 14. október 2008 16:02 Robert Kubica varð í öðru sæti í Japan um síðustu helgi og er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna. mynd: kappakstur.is Mario Thiessen, framkvæmdarstjóri telur að BMW eigi ágæta möguleika á báðum meistaratitilum í Formúlu 1. Tvö mót eru eftir og BMW er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, en Robert Kubica er þrðiji í keppni ökumanna. Kubica er með 72 stig, en Felipe Massa 79 og Lewis Hamilton 84. Í keppni bílasmiða er BMW 14 stigum á eftir forystuliðinu BMW. Það hefur sýnt sig í síðustu mótum að það getur allt gerst í lokamótunum tveimur. Þá sýndi það sig líka í fyrra að titilinn vannst óvænt af Kimi Raikkönen sem var þriðji í stigamótinu þegar tvö mót voru eftir. Hann var þá 17 stigum á eftir Hamilton, en Kubica er núna 12 stigum á eftir. Stigagjöfin er þannig að 10 stig fást fyrir sigur, annað sætið gefur 8 stig, síðan eru 6, 5, 4, 3, 2, og 1 stig fyrir næstu sæti á eftir. Því eru 20 stig í pottinum fyrir hámarksárangur. Kubica varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í síðustu keppni og fékk átta stig í hús, sem færði hann nær keppinautum sínum. "Hví skyldi okkur ekki ganga vel í lokamótunum tveimur eins og um síðustu helgi. Við erum ekki með hraðskreiðasta bílinn, en við erum með traustan bíl. Við getum lítið gert til að auka hraðann, en seiglan gæti skilað okkur titili", sagði Thiessen. Formúla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mario Thiessen, framkvæmdarstjóri telur að BMW eigi ágæta möguleika á báðum meistaratitilum í Formúlu 1. Tvö mót eru eftir og BMW er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna, en Robert Kubica er þrðiji í keppni ökumanna. Kubica er með 72 stig, en Felipe Massa 79 og Lewis Hamilton 84. Í keppni bílasmiða er BMW 14 stigum á eftir forystuliðinu BMW. Það hefur sýnt sig í síðustu mótum að það getur allt gerst í lokamótunum tveimur. Þá sýndi það sig líka í fyrra að titilinn vannst óvænt af Kimi Raikkönen sem var þriðji í stigamótinu þegar tvö mót voru eftir. Hann var þá 17 stigum á eftir Hamilton, en Kubica er núna 12 stigum á eftir. Stigagjöfin er þannig að 10 stig fást fyrir sigur, annað sætið gefur 8 stig, síðan eru 6, 5, 4, 3, 2, og 1 stig fyrir næstu sæti á eftir. Því eru 20 stig í pottinum fyrir hámarksárangur. Kubica varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso í síðustu keppni og fékk átta stig í hús, sem færði hann nær keppinautum sínum. "Hví skyldi okkur ekki ganga vel í lokamótunum tveimur eins og um síðustu helgi. Við erum ekki með hraðskreiðasta bílinn, en við erum með traustan bíl. Við getum lítið gert til að auka hraðann, en seiglan gæti skilað okkur titili", sagði Thiessen.
Formúla Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira