Minnisvarðar og milllimetrafeminísmi Davíð Þór Jónsson skrifar 28. september 2008 06:30 Í síðustu viku sá ég svolítið eftir því að hafa sagt mig úr Vinstri grænum á sínum tíma, af því að ég hefði viljað gera það í síðustu viku. Tilefnið var frámunaleg heimskuleg ummæli Svanhvítar Svavarsdóttur um þá fallegu og eðlilegu ákvörðun borgarstjórnar að láta heiðra minningu Tómasar Guðmundssonar með því að reisa honum styttu. Hún sagði eitthvað á þá leið að ákvörðunin væri ekki í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými auk þess að vera menguð karllægum viðhorfum. Auðvitað er það eina úrelta í þessu sambandi sá forpokaði millímetrafemínismi sem ummælin lýsa, en hann gengur út á að skipta mannkyninu í tvær ósættanlegar fylkingar og deila heiminum hnífjafnt á milli þeirra, óháð einstaklingum, hæfileikum þeirra eða framlagi. Gildir þar einu hvort um er að ræða sæti á framboðslistum, útsendingarmínútur í ljósvakamiðlum, dálksentímetra í blöðum eða styttur bæjarins. Þannig er óhugsandi að heiðra minningu Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar eða Steins Steinarrs fyrr en búið er að heiðra Svövu Jakobsdóttur, Guðrúnu Helgadóttur og Auði Haralds (svo ég nefni þrjá af mínum eftirlætiskvenrithöfundum), þar sem karlarnir eru búnir að fá styttur af Jónasi og Einari Ben. Að Reykvíkingar reisi Reykjavíkurskáldinu styttu á áberandi stað þykir aukinheldur fráleitt þar sem það er til brjóstmynd af honum á bókasafninu. Og svo var hann íhald. Sá siður að þjóðir heiðri minningu sinna andans jöfra með því að reisa þeim styttu er jafngamall siðmenningunni. Síðastliðna hálfa öld eða svo hefur það hins vegar þótt úrelt hugsun um list í obinberu rými. Fyrir vikið eru ýmiss konar minnisvarðar um hin og þessi mikilmenni á víð og dreif um allt land sem minna engan á viðkomandi mikilmenni og eru því í raun ekki minnisvarðar um neitt annað en tískubóluna sem var vinsælust í myndlistinni árið sem þeir voru afhjúpaðir. Þess vegna ætti maður kannski að þakka sínum sæla fyrir að Halldóri Laxness hafi ekki enn verið reistur minnisvarði. Í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými eru nefnilega allar líkur á því að hann hefði minnt meira á hrunið línumannvirki en Nóbelsskáldið. Klassík verður hins vegar aldrei úrelt. Það er einmitt það sem gerir hana klassíska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Í síðustu viku sá ég svolítið eftir því að hafa sagt mig úr Vinstri grænum á sínum tíma, af því að ég hefði viljað gera það í síðustu viku. Tilefnið var frámunaleg heimskuleg ummæli Svanhvítar Svavarsdóttur um þá fallegu og eðlilegu ákvörðun borgarstjórnar að láta heiðra minningu Tómasar Guðmundssonar með því að reisa honum styttu. Hún sagði eitthvað á þá leið að ákvörðunin væri ekki í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými auk þess að vera menguð karllægum viðhorfum. Auðvitað er það eina úrelta í þessu sambandi sá forpokaði millímetrafemínismi sem ummælin lýsa, en hann gengur út á að skipta mannkyninu í tvær ósættanlegar fylkingar og deila heiminum hnífjafnt á milli þeirra, óháð einstaklingum, hæfileikum þeirra eða framlagi. Gildir þar einu hvort um er að ræða sæti á framboðslistum, útsendingarmínútur í ljósvakamiðlum, dálksentímetra í blöðum eða styttur bæjarins. Þannig er óhugsandi að heiðra minningu Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar eða Steins Steinarrs fyrr en búið er að heiðra Svövu Jakobsdóttur, Guðrúnu Helgadóttur og Auði Haralds (svo ég nefni þrjá af mínum eftirlætiskvenrithöfundum), þar sem karlarnir eru búnir að fá styttur af Jónasi og Einari Ben. Að Reykvíkingar reisi Reykjavíkurskáldinu styttu á áberandi stað þykir aukinheldur fráleitt þar sem það er til brjóstmynd af honum á bókasafninu. Og svo var hann íhald. Sá siður að þjóðir heiðri minningu sinna andans jöfra með því að reisa þeim styttu er jafngamall siðmenningunni. Síðastliðna hálfa öld eða svo hefur það hins vegar þótt úrelt hugsun um list í obinberu rými. Fyrir vikið eru ýmiss konar minnisvarðar um hin og þessi mikilmenni á víð og dreif um allt land sem minna engan á viðkomandi mikilmenni og eru því í raun ekki minnisvarðar um neitt annað en tískubóluna sem var vinsælust í myndlistinni árið sem þeir voru afhjúpaðir. Þess vegna ætti maður kannski að þakka sínum sæla fyrir að Halldóri Laxness hafi ekki enn verið reistur minnisvarði. Í anda nýrrar og frjórrar hugsunar um list í opinberu rými eru nefnilega allar líkur á því að hann hefði minnt meira á hrunið línumannvirki en Nóbelsskáldið. Klassík verður hins vegar aldrei úrelt. Það er einmitt það sem gerir hana klassíska.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun