Tímarnir Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. september 2008 00:01 Nýliðin vika flokkast undir tímabil, sem oft eru stutt í veraldarsögunni - en þeim mun áhrifameiri -, sem fá mann til að klóra sér í höfðinu, með einleigan og sakleysilegan svip og vör, og segja „ja hérna." Allt í einu fara hundrað ára gamlir bankar á höfuðið í Bandaríkjunum eins og ekkert sé. Stórfyrirtæki heimsins riða til falls. Ísland er á helmingsafslætti út af verðlítilli krónu, og það sem eru án efa stærstu tíðindin af öllum: Bjórinn er í fyrsta skipti ódýrari hér en í Danmörku. Hvernig gat það gerst? ATBURÐARÁSIN náði semsagt alveg örugglega ákveðnum hápunkti/lápunkti (eftir því hvernig á það er litið) í liðinni viku. Áður fyrr var hægt að segja að ber væri hver að baki nema sér Lehman bróður ætti. Nú eru þeir tímar liðnir. Fyrirtæki sem gáfu sig út fyrir að vera traustið uppmálað, byggð á öruggum undirstöðum - enda eftirlifendur kreppunnar miklu - hrundu sem spilaborg. Það sem gerist við slík tíðindi - sem gerast yfirleitt alltaf einhvern veginn allt í einu - er að viðmiðin breytast. Það sem áður var talið víst, er ekki lengur víst. HAGFRÆÐINGAR benda nú til dæmis á, að tímarnir sem við lifum hafi frá aldamótum einkennst af ákveðinni ofurtrú á alls kyns forrit, illskiljanlega útreikninga og verðbréfakaupasamsetningar sem áttu nánast 100% að gera fólk ríkt. Þetta keyptu bankastofnanir og töldu sig góðar. Enginn mátti efast. Nú kemur í ljós að betra hefði verið að efast. ÞANNIG er veraldarsagan. Ofurtrú er jafnan svipt af stalli á einni svipstundu. Enginn efast meðan allt er í sóma. Allir eru síðan á varðbergi þegar allt er farið norður og niður. Eftiráskýringar verða nú án efa margar, en kannski má draga af þeim einhvern lærdóm, þangað til næsta forrit kemur og bankar telja sig aftur hólpna. Og vissa. EITT er gott í þessu. Við Íslendingar höfum löngum þrifist á kjörorðinu: „Svo má böl bæta með því að benda á annað verra." Fyrir nokkrum mánuðum var talið að hér myndi allt fara til fjandans, bankar á hausinn og tómt volæði. Það að bankarnir skyldu frekar fara á hausinn í útlöndum hefur á ákveðinn hátt skorið okkur úr þeirri snöru. Í bili. Út af þessu greindi ég í umræðunni ákveðinn létti, jafnvel gleði - séríslenska gleði - í liðinni viku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun
Nýliðin vika flokkast undir tímabil, sem oft eru stutt í veraldarsögunni - en þeim mun áhrifameiri -, sem fá mann til að klóra sér í höfðinu, með einleigan og sakleysilegan svip og vör, og segja „ja hérna." Allt í einu fara hundrað ára gamlir bankar á höfuðið í Bandaríkjunum eins og ekkert sé. Stórfyrirtæki heimsins riða til falls. Ísland er á helmingsafslætti út af verðlítilli krónu, og það sem eru án efa stærstu tíðindin af öllum: Bjórinn er í fyrsta skipti ódýrari hér en í Danmörku. Hvernig gat það gerst? ATBURÐARÁSIN náði semsagt alveg örugglega ákveðnum hápunkti/lápunkti (eftir því hvernig á það er litið) í liðinni viku. Áður fyrr var hægt að segja að ber væri hver að baki nema sér Lehman bróður ætti. Nú eru þeir tímar liðnir. Fyrirtæki sem gáfu sig út fyrir að vera traustið uppmálað, byggð á öruggum undirstöðum - enda eftirlifendur kreppunnar miklu - hrundu sem spilaborg. Það sem gerist við slík tíðindi - sem gerast yfirleitt alltaf einhvern veginn allt í einu - er að viðmiðin breytast. Það sem áður var talið víst, er ekki lengur víst. HAGFRÆÐINGAR benda nú til dæmis á, að tímarnir sem við lifum hafi frá aldamótum einkennst af ákveðinni ofurtrú á alls kyns forrit, illskiljanlega útreikninga og verðbréfakaupasamsetningar sem áttu nánast 100% að gera fólk ríkt. Þetta keyptu bankastofnanir og töldu sig góðar. Enginn mátti efast. Nú kemur í ljós að betra hefði verið að efast. ÞANNIG er veraldarsagan. Ofurtrú er jafnan svipt af stalli á einni svipstundu. Enginn efast meðan allt er í sóma. Allir eru síðan á varðbergi þegar allt er farið norður og niður. Eftiráskýringar verða nú án efa margar, en kannski má draga af þeim einhvern lærdóm, þangað til næsta forrit kemur og bankar telja sig aftur hólpna. Og vissa. EITT er gott í þessu. Við Íslendingar höfum löngum þrifist á kjörorðinu: „Svo má böl bæta með því að benda á annað verra." Fyrir nokkrum mánuðum var talið að hér myndi allt fara til fjandans, bankar á hausinn og tómt volæði. Það að bankarnir skyldu frekar fara á hausinn í útlöndum hefur á ákveðinn hátt skorið okkur úr þeirri snöru. Í bili. Út af þessu greindi ég í umræðunni ákveðinn létti, jafnvel gleði - séríslenska gleði - í liðinni viku.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun