Woolworths skilar mettapi 17. september 2008 10:15 Rekstrartap bresku verslanakeðjunnar Woolworths nam rétt tæpum 100 milljónum punda, jafnvirði 16,4 milljarða íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mesta tap í sögu verslunarinnar. Á sama tíma í fyrra hljóðaði tapið upp á tæpar 64 milljónir punda. Baugur á um ellefu prósenta hlut í versluninni og lagði fyrir nokkru fram yfirtökutilboð í rúmlega 800 verslanir hennar ásamt Malcolm Walker, forstjóra bresku matvörukeðjunnar Iceland. Tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda en stjórnin vísaði því út af borðinu eftir að málið lak í fjölmiðla. Þá hefur Reuters-fréttastofan eftir Richard North, stjórnarformanni verslunarinnar, að verslunin sé tilbúin til viðræðna við „þriðja aðila“ um framtíð smásöluhluta Woolworths. Breska viðskiptablaðið Financial Times hefur hefur Steve Johnson, nýráðnum forstjóra Woolworths, að verslunin þurfi á endurskipulagningu að halda og þurfi að beina sjónum sínum nú að grundvallaratriðum í rekstri verslunarinnar. Hann segir hins vegar að viðsnúningur á rekstri verslunarinnar verði ekki auðveldur og muni taka langan tíma. Tekjur Woolworths námu 1,11 milljörðum punda á tímabilinu, sem er þriggja prósenta samdráttur á milli ára. Financial Times segir niðurstöðuna slæma og hafi Landsbankinn í Bretlandi mælt með því að fjárfestar dragi úr stöðu sinni í Woolworths. Gengi bréfa í Woolworths féllu um fjögur prósent á breskum hlutabréfamarkaði í dag og fóru í 5,8 pens á hlut. Skömmu síðar tóku þau sveig upp á við og standa nú í 0,17 prósenta plús. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Rekstrartap bresku verslanakeðjunnar Woolworths nam rétt tæpum 100 milljónum punda, jafnvirði 16,4 milljarða íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mesta tap í sögu verslunarinnar. Á sama tíma í fyrra hljóðaði tapið upp á tæpar 64 milljónir punda. Baugur á um ellefu prósenta hlut í versluninni og lagði fyrir nokkru fram yfirtökutilboð í rúmlega 800 verslanir hennar ásamt Malcolm Walker, forstjóra bresku matvörukeðjunnar Iceland. Tilboðið hljóðaði upp á 50 milljónir punda en stjórnin vísaði því út af borðinu eftir að málið lak í fjölmiðla. Þá hefur Reuters-fréttastofan eftir Richard North, stjórnarformanni verslunarinnar, að verslunin sé tilbúin til viðræðna við „þriðja aðila“ um framtíð smásöluhluta Woolworths. Breska viðskiptablaðið Financial Times hefur hefur Steve Johnson, nýráðnum forstjóra Woolworths, að verslunin þurfi á endurskipulagningu að halda og þurfi að beina sjónum sínum nú að grundvallaratriðum í rekstri verslunarinnar. Hann segir hins vegar að viðsnúningur á rekstri verslunarinnar verði ekki auðveldur og muni taka langan tíma. Tekjur Woolworths námu 1,11 milljörðum punda á tímabilinu, sem er þriggja prósenta samdráttur á milli ára. Financial Times segir niðurstöðuna slæma og hafi Landsbankinn í Bretlandi mælt með því að fjárfestar dragi úr stöðu sinni í Woolworths. Gengi bréfa í Woolworths féllu um fjögur prósent á breskum hlutabréfamarkaði í dag og fóru í 5,8 pens á hlut. Skömmu síðar tóku þau sveig upp á við og standa nú í 0,17 prósenta plús.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira