Sólarkísilverksmiðja farin út af kortinu 27. ágúst 2008 00:01 Ólafur Áki Ragnarsson „Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykilþáttur í okkar ákvörðunum," segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation). REC hefur ákveðið að finna nýrri sólarkísilverksmiðju sinni stað í Quebec í Kanada. Um tíma stóð til að verksmiðjan yrði reist hér á landi, í sveitarfélaginu Ölfusi. Félagið átti einnig í viðræðum við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkaup. „Það er ágætt hljóð í okkur, en það er mikið áfall að þetta skyldi ekki gerast," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Orkuveita Reykjavíkur hafði tryggt raforku í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Hins vegar hefur verið óvissa um framhaldið, meðal annars vegna mismunandi skoðana meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hverju sinni á því hvort reisa skuli Bitruvirkjun. Þetta telur Ólafur Áki að kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Norðmanna, ásamt því að Skipulagsstofnun hafi kveðið uppúr um að verksmiðjan skyldi í umhverfismat. Hann hafði þó ekki heyrt formlega í Norðmönnum um málið þegar Markaðurinn ræddi við hann. Landsvirkjun hafði einnig rætt við REC um orku. „Þetta er bagalegt fyrir okkur en undirstrikar um leið hvað hátækniiðnaðurinn er eftirsóttur," segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Fjallað er um málið í fjölmörgum kanadískum og alþjóðlegum miðlum. Fjárfesting REC í Kanada nemur sem svarar ríflega eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í Quebec árið 2012, en hún kaupir raforku frá vatnsaflsvirkjunum. REC hafði rætt við sveitarfélagið Ölfus um 120 hektara lóð undir verksmiðjuna. Hún hefði orðið 300 manna vinnustaður, þar af hefði þriðjungur verið háskólamenntaður. Byggingin tæki þrjú ár og um 500 manns fengju vinnu við hana. Markaðir Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykilþáttur í okkar ákvörðunum," segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation). REC hefur ákveðið að finna nýrri sólarkísilverksmiðju sinni stað í Quebec í Kanada. Um tíma stóð til að verksmiðjan yrði reist hér á landi, í sveitarfélaginu Ölfusi. Félagið átti einnig í viðræðum við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkaup. „Það er ágætt hljóð í okkur, en það er mikið áfall að þetta skyldi ekki gerast," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Orkuveita Reykjavíkur hafði tryggt raforku í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Hins vegar hefur verið óvissa um framhaldið, meðal annars vegna mismunandi skoðana meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hverju sinni á því hvort reisa skuli Bitruvirkjun. Þetta telur Ólafur Áki að kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Norðmanna, ásamt því að Skipulagsstofnun hafi kveðið uppúr um að verksmiðjan skyldi í umhverfismat. Hann hafði þó ekki heyrt formlega í Norðmönnum um málið þegar Markaðurinn ræddi við hann. Landsvirkjun hafði einnig rætt við REC um orku. „Þetta er bagalegt fyrir okkur en undirstrikar um leið hvað hátækniiðnaðurinn er eftirsóttur," segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Fjallað er um málið í fjölmörgum kanadískum og alþjóðlegum miðlum. Fjárfesting REC í Kanada nemur sem svarar ríflega eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í Quebec árið 2012, en hún kaupir raforku frá vatnsaflsvirkjunum. REC hafði rætt við sveitarfélagið Ölfus um 120 hektara lóð undir verksmiðjuna. Hún hefði orðið 300 manna vinnustaður, þar af hefði þriðjungur verið háskólamenntaður. Byggingin tæki þrjú ár og um 500 manns fengju vinnu við hana.
Markaðir Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira