Boston komið í vænlega stöðu 29. maí 2008 05:11 Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Kevin Garnett hefur verið besti maður Boston í einvíginu við Detroit og hann var stigahæstur heimamanna í nótt með 33 stig. Hann fékk hinsvegar góða hjálp frá félögum sínum að þessu sinni, í bráðskemmtilegum fimmta leik liðanna. Stórskyttan Ray Allen hefur verið heillum horfinn meira og minna alla úrslitakeppnina, en hann rankaði við sér á mjög góðum tíma í nótt. Allen skoraði 29 stig, hitti úr 5 af 6 þristum sínum og setti niður gríðarlega mikilvægt skot í lokin eftir að Detroit minnkað öruggt forskot Boston niður í aðeins eitt stig. "Mér líður nákvæmlega eins í kvöld eins og þegar ég skora tíu stig. Ef við vinnum er mér alveg sama hvað ég skora mikið. Við unnum í kvöld og það er frábær tilfinning," sagði hinn skyndilega sjóðheiti Allen. Hann hafði aðeins hitt úr 3 af 27 síðustu þriggja stiga skotum sínum í síðustu átta leikjum Boston í úrslitakeppninni. Þá fékk Boston líka frábært framlag frá miðherja sínum Kendrick Perkins, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppni á ferlinum með 18 stigum og 16 fráköstum. Leikstjórnandinn ungi Rajon Rondo hitti illa úr skotum sínum í leiknum og skoraði 7 stig, en hann gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum. Boston hefur nú náð 3-2 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta skipti í tvo áratugi með sigri í sjötta leiknum í Detroit á föstudagskvöldið. Perkins fór illa með okkurKendrick Perkins og Kevin Garnett léku báðir mjög vel í nóttNordicPhotos/GettyImagesChauncey Billups, sem hefur reyndar átt við meiðsli að stríða, var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Richard Hamilton skoraði 25 stig. Rasheed Wallace bætti við 18 stigum, en hann skoraði þau öll úr þriggja stiga skotum."Perkins fór illa með okkur í fráköstunum. Garnett spilaði vel, Rondo fann alltaf opna manninn og Allen spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni. Þeir fengu toppframlag frá fjórum mönnum í kvöld," sagði skúffaður Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leikinn.Liðin voru jöfn að stigum 23-23 eftir fyrsta leikhlutann og Boston hafði nauma sex stiga forystu í hálfleik. Heimamenn bættu svo við í þriðja leikhlutanum og það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem kom dálítið fát á heimamenn, sem hleypti gestunum inn í leikinn."Við vissum vel hve gríðarlega mikilvægur þessi leikur var," sagði Kevin Garnett, sem setti persónulegt met í stigaskori í úrslitakeppninni í ár. "Við hefðum málað okkur út í horn ef við hefðum ekki unnið, því Detroit er mjög reynt lið sem er ýmsu vant. Nú þurfum við bara að fara til Detroit og reyna að stela næsta leik," sagði Garnett.Tölfræði leiksinsNBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Kevin Garnett hefur verið besti maður Boston í einvíginu við Detroit og hann var stigahæstur heimamanna í nótt með 33 stig. Hann fékk hinsvegar góða hjálp frá félögum sínum að þessu sinni, í bráðskemmtilegum fimmta leik liðanna. Stórskyttan Ray Allen hefur verið heillum horfinn meira og minna alla úrslitakeppnina, en hann rankaði við sér á mjög góðum tíma í nótt. Allen skoraði 29 stig, hitti úr 5 af 6 þristum sínum og setti niður gríðarlega mikilvægt skot í lokin eftir að Detroit minnkað öruggt forskot Boston niður í aðeins eitt stig. "Mér líður nákvæmlega eins í kvöld eins og þegar ég skora tíu stig. Ef við vinnum er mér alveg sama hvað ég skora mikið. Við unnum í kvöld og það er frábær tilfinning," sagði hinn skyndilega sjóðheiti Allen. Hann hafði aðeins hitt úr 3 af 27 síðustu þriggja stiga skotum sínum í síðustu átta leikjum Boston í úrslitakeppninni. Þá fékk Boston líka frábært framlag frá miðherja sínum Kendrick Perkins, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppni á ferlinum með 18 stigum og 16 fráköstum. Leikstjórnandinn ungi Rajon Rondo hitti illa úr skotum sínum í leiknum og skoraði 7 stig, en hann gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum. Boston hefur nú náð 3-2 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta skipti í tvo áratugi með sigri í sjötta leiknum í Detroit á föstudagskvöldið. Perkins fór illa með okkurKendrick Perkins og Kevin Garnett léku báðir mjög vel í nóttNordicPhotos/GettyImagesChauncey Billups, sem hefur reyndar átt við meiðsli að stríða, var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Richard Hamilton skoraði 25 stig. Rasheed Wallace bætti við 18 stigum, en hann skoraði þau öll úr þriggja stiga skotum."Perkins fór illa með okkur í fráköstunum. Garnett spilaði vel, Rondo fann alltaf opna manninn og Allen spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni. Þeir fengu toppframlag frá fjórum mönnum í kvöld," sagði skúffaður Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leikinn.Liðin voru jöfn að stigum 23-23 eftir fyrsta leikhlutann og Boston hafði nauma sex stiga forystu í hálfleik. Heimamenn bættu svo við í þriðja leikhlutanum og það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem kom dálítið fát á heimamenn, sem hleypti gestunum inn í leikinn."Við vissum vel hve gríðarlega mikilvægur þessi leikur var," sagði Kevin Garnett, sem setti persónulegt met í stigaskori í úrslitakeppninni í ár. "Við hefðum málað okkur út í horn ef við hefðum ekki unnið, því Detroit er mjög reynt lið sem er ýmsu vant. Nú þurfum við bara að fara til Detroit og reyna að stela næsta leik," sagði Garnett.Tölfræði leiksinsNBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira