Boston komið í vænlega stöðu 29. maí 2008 05:11 Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Kevin Garnett hefur verið besti maður Boston í einvíginu við Detroit og hann var stigahæstur heimamanna í nótt með 33 stig. Hann fékk hinsvegar góða hjálp frá félögum sínum að þessu sinni, í bráðskemmtilegum fimmta leik liðanna. Stórskyttan Ray Allen hefur verið heillum horfinn meira og minna alla úrslitakeppnina, en hann rankaði við sér á mjög góðum tíma í nótt. Allen skoraði 29 stig, hitti úr 5 af 6 þristum sínum og setti niður gríðarlega mikilvægt skot í lokin eftir að Detroit minnkað öruggt forskot Boston niður í aðeins eitt stig. "Mér líður nákvæmlega eins í kvöld eins og þegar ég skora tíu stig. Ef við vinnum er mér alveg sama hvað ég skora mikið. Við unnum í kvöld og það er frábær tilfinning," sagði hinn skyndilega sjóðheiti Allen. Hann hafði aðeins hitt úr 3 af 27 síðustu þriggja stiga skotum sínum í síðustu átta leikjum Boston í úrslitakeppninni. Þá fékk Boston líka frábært framlag frá miðherja sínum Kendrick Perkins, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppni á ferlinum með 18 stigum og 16 fráköstum. Leikstjórnandinn ungi Rajon Rondo hitti illa úr skotum sínum í leiknum og skoraði 7 stig, en hann gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum. Boston hefur nú náð 3-2 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta skipti í tvo áratugi með sigri í sjötta leiknum í Detroit á föstudagskvöldið. Perkins fór illa með okkurKendrick Perkins og Kevin Garnett léku báðir mjög vel í nóttNordicPhotos/GettyImagesChauncey Billups, sem hefur reyndar átt við meiðsli að stríða, var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Richard Hamilton skoraði 25 stig. Rasheed Wallace bætti við 18 stigum, en hann skoraði þau öll úr þriggja stiga skotum."Perkins fór illa með okkur í fráköstunum. Garnett spilaði vel, Rondo fann alltaf opna manninn og Allen spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni. Þeir fengu toppframlag frá fjórum mönnum í kvöld," sagði skúffaður Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leikinn.Liðin voru jöfn að stigum 23-23 eftir fyrsta leikhlutann og Boston hafði nauma sex stiga forystu í hálfleik. Heimamenn bættu svo við í þriðja leikhlutanum og það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem kom dálítið fát á heimamenn, sem hleypti gestunum inn í leikinn."Við vissum vel hve gríðarlega mikilvægur þessi leikur var," sagði Kevin Garnett, sem setti persónulegt met í stigaskori í úrslitakeppninni í ár. "Við hefðum málað okkur út í horn ef við hefðum ekki unnið, því Detroit er mjög reynt lið sem er ýmsu vant. Nú þurfum við bara að fara til Detroit og reyna að stela næsta leik," sagði Garnett.Tölfræði leiksinsNBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Kevin Garnett hefur verið besti maður Boston í einvíginu við Detroit og hann var stigahæstur heimamanna í nótt með 33 stig. Hann fékk hinsvegar góða hjálp frá félögum sínum að þessu sinni, í bráðskemmtilegum fimmta leik liðanna. Stórskyttan Ray Allen hefur verið heillum horfinn meira og minna alla úrslitakeppnina, en hann rankaði við sér á mjög góðum tíma í nótt. Allen skoraði 29 stig, hitti úr 5 af 6 þristum sínum og setti niður gríðarlega mikilvægt skot í lokin eftir að Detroit minnkað öruggt forskot Boston niður í aðeins eitt stig. "Mér líður nákvæmlega eins í kvöld eins og þegar ég skora tíu stig. Ef við vinnum er mér alveg sama hvað ég skora mikið. Við unnum í kvöld og það er frábær tilfinning," sagði hinn skyndilega sjóðheiti Allen. Hann hafði aðeins hitt úr 3 af 27 síðustu þriggja stiga skotum sínum í síðustu átta leikjum Boston í úrslitakeppninni. Þá fékk Boston líka frábært framlag frá miðherja sínum Kendrick Perkins, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppni á ferlinum með 18 stigum og 16 fráköstum. Leikstjórnandinn ungi Rajon Rondo hitti illa úr skotum sínum í leiknum og skoraði 7 stig, en hann gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum. Boston hefur nú náð 3-2 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta skipti í tvo áratugi með sigri í sjötta leiknum í Detroit á föstudagskvöldið. Perkins fór illa með okkurKendrick Perkins og Kevin Garnett léku báðir mjög vel í nóttNordicPhotos/GettyImagesChauncey Billups, sem hefur reyndar átt við meiðsli að stríða, var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Richard Hamilton skoraði 25 stig. Rasheed Wallace bætti við 18 stigum, en hann skoraði þau öll úr þriggja stiga skotum."Perkins fór illa með okkur í fráköstunum. Garnett spilaði vel, Rondo fann alltaf opna manninn og Allen spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni. Þeir fengu toppframlag frá fjórum mönnum í kvöld," sagði skúffaður Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leikinn.Liðin voru jöfn að stigum 23-23 eftir fyrsta leikhlutann og Boston hafði nauma sex stiga forystu í hálfleik. Heimamenn bættu svo við í þriðja leikhlutanum og það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem kom dálítið fát á heimamenn, sem hleypti gestunum inn í leikinn."Við vissum vel hve gríðarlega mikilvægur þessi leikur var," sagði Kevin Garnett, sem setti persónulegt met í stigaskori í úrslitakeppninni í ár. "Við hefðum málað okkur út í horn ef við hefðum ekki unnið, því Detroit er mjög reynt lið sem er ýmsu vant. Nú þurfum við bara að fara til Detroit og reyna að stela næsta leik," sagði Garnett.Tölfræði leiksinsNBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum